Þegar ég fer til útlanda er ég vön að ganga mikið enda versla ég og skoða mikið, eðlilega. Ég lenti þó í því í Spánarferðinni minni að eitthvað kom fyrir hælanna á mér. ÉG hef sennilega fengið beinhimnubólgu eða eitthvað álíka. Ég kom svo heim og kíkti til læknis og sagði hún: ,, Þetta getur eigilega ekki verið æxli því þetta er í báðum fótum!´´ Ég var ánægð að heyra það þó svo mér hafði aldrei dottið þetta í hug að ég gæti verið með æxli í hælunum. En bólgan er ekki enn farin og má ég lítið sem ekkert ganga, sem gengur eigilega ekki því ég er bíllaus með strætóbölvun, ekkert hlaupahjól og finn ekki lykilinn af hjólinu mínu. Já ég er nú ekkert svakalega hress með þetta ástand mitt og ofan á þetta hælavesen þá fékk ég sýkingu í augun líka! mmmmm.....gaman.
Jæja nú er ég búin að vorkenna mér og kvarta nóg. Heyrumst elskurnar.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli