þriðjudagur

Malbik eða mosi?

Þá er maður komin heim. Þetta var æðisleg ferð í alla staði.
Keyrðum í Norðurfjörð (á verstfjörðum) og beið okkur þá bátur þar sem við tókum í Reykjafjörð en þar dvöldum við í viku. Við dunduðum okkur við fjallgöngur og aðrar skemmtilegar gönguferðir, sund en laugin var soldið of heit enda hituð upp með hveravatni svo ekki var hægt að synda í henni, tíndum Fjallagrös og Vallhumal og kveiktum einu sinni bál og sungum dátt við það. Það var alveg yndislegt að vera þarna í rafmagnsleysinu með lélegt klósett svo við þurftum að hlaupa sem ofast smá spöl niður á önnur klósett sem stödd voru úti í kofa einum og við vorum með Drangjökull alltaf í augnsýn nema þegar það var þoka. En það kom einmitt þoka daginn sem við ætluðum að ganga að jöklinum, áttum bara um 30 mín gang eftir að jöklinum er við snérum við út af henni. Við vorum ekkert sérlega heppin með veður en þrátt fyrir það þá vildi ég ekki koma aftur heim. Ég hefði ekkert á móti því að geta eitt einhverjum mánuðum á svona stað. Vika er ekki nóg.
Á leiðinni heim í bátnum komun við við á bænum sem afi ólst upp á og fengum við að skoða húsið sem hann bjó í og rúmin voru meira segja þau sömu þar! Þetta var því ógleymanleg ferð í alla staði og er ég staðráðin í því að fara þangað aftur sem fyrst.

Þetta hefur sem sagt verið ógleymanlegt sumar, er búin að fara til Skotlands, Spánar og á Vestfirði. Og ef að farið verður að ganga Laugaveginn í gönguáfanganum í Fb þá ætla ég sennilega að gera það. En því fleiri þeim mun skemmtilegra svo þið sem eruð að fara í fb endilega skellið ykkur með. Og já þið sem spyrjið ég er að fara aftur í fb. vantar fleiri einingar í raungreinum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yes indeed, in some moments I can bruit about that I acquiesce in with you, but you may be considering other options.
to the article there is stationary a question as you did in the fall efflux of this solicitation www.google.com/ie?as_q=waresoft xp smoker pro 5.4 ?
I noticed the axiom you procure not used. Or you functioning the dark methods of development of the resource. I have a week and do necheg