Jæja ég hef nú ekki verið dugleg að skrifa hérna á bloggið mitt. Ástæðan er sú að ég er að passa hund og hús í Hafnafirði og þar er ég ekki net-tengd. Ekki það að ég hefði haft einhvern tíma til þess að blogga hvort eð er.
Ég er ekkert rosalega heppin í bílamálum. Eins og ég hef áður skrifað þá seldi ég bílinn minn um daginn því hann var alltaf að bila og orðinn soldið hættulegur og keypti mér nýjan. En síðastliðinn Laugadag var keyrt á mig. Úppossí! Og viðgerðin kostar jafn mikið og bíllin svo TM býðst til að kaupa bílinn af mér dýrari en ég keypti hann sem ég held að ég gangi að. En þá hefst vesenið að kaupa annan bíl sem er góður, ekki mikið keyrður, ekki of gamall og ódýr. Svo ef þið vitið um einhvern látið mig endilega vita. ooohhhh þetta er nú meira vesenið. Er ekki að nenna þessu. Ætli ég sé ekki dæmt til að snúast í bílaveseni alla ævi. Vona þó ekki.
Það er annars svakalegt vesen að lenda í árekstri. Maður þarf stundum að fara til læknis, gleypa einhverjar pillur og svo skrifa tryggingaskýrslu og teikna mynd ( mín var soldið flott) fara að tala við tryggingakallana þá Lúðvík og Níels (ekki grín) og fara í Tjónamat, bíða eftir viðgerð eða leita sér að nýjum bíl. Þetta tekur allt saman svo mikinn tíma. En svona er lífið og maður ræður víst ekki öllu sem gerist í lífi manns. Bara ánægð með það að enginn slasaðist neitt alvarlega. He he he..
Jæja elskurnar heyri í ykkur. mússí mússí.
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli