sunnudagur

Hiti, sviti, fléttur og bikiní!

Þá er ég nú bara komin til Spánar, þ.e. Salou. En ég er nú reyndar í Barcelona eins og er í heimsókn hjá systu og co. Það er nú liðinn 1 og 1/2 mánuður síðan ég sá prinsessuna mína hana Maríu og er það bara æðisleg að hitta hana aftur. Reyndar kemur öll Barca-familian samferða mér heim svo ég mun hafa hana nálægt í svolítinn tíma.

Það er orðið soldið langt síðan ég var bara venjulegur farþegi á venjulegri túristasólarströnd og er það auðvitað nokkuð skrítin tilfinning. En ég ætla að ganga alla leið í því að vera túristaleg og er ég nú þegar búin að fá mér einhverjar geimverufléttur í hárið eins og helmingur fólks í Salou og er að fara að versla á morgunn.

Jæja elskurnar sakna ykkar pínulítið sjáumst þann 27!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, frábært!

Hahahahahahahah.

Vertu hress, Eggert stress,

Hemmi Gunn.