Vilhjálmur litli er yndislegur. Ég var búin að sakna hans en nú er ég komin til hans aftur og ætla að sinna honum meira en áður. Það var nefnilega sagt við mig að ég vanrækti hann því ég haldi svo lítið á honum. En litla dýrið kúkar bara svo svakalega mikið.
Ég vona að enginn verði vandræðalegur þegar ég nota orðið kúkur, hef nefnilega orðið vör við það að margir verða vandræðalegir þegar þeir heyra orð tengd hægðum eða vindleysingum. Sérstaklega þegar átt er við mannfólk. En kæru vinir þetta er bara náttúrulegt og ég held að mínir nánustu vinir og fjölskylda séu með það á hreinu.
Ég held annars að ég flauti illa. Var að flauta með Cat Stevens áðan og Vilhjálmur hvæsti á mig! Hann hefur aldrei hvæst svo ég heyri til! Kannski er hann bara ekki að fíla Cat Stevens. Ég vona það því ég tel mig flauta vel og hef alltaf talið það. Ætla að skipta um disk...
laugardagur
sunnudagur
Böðvar.
Sumir eiga sér uppáhaldsnöfn og kannski líka niðráhaldsnöfn. Hvar haldið þið að nafnið Böðvar standi hjá mér? Og hvað finnst ykkur kæru vinir um þetta nafn? Ég vona nú að einhver sjái sér fært um að svara þessum spurningum mínum svo ég líti nú ekki út eins og einmanna niðursuðupulsa aftast í hillu.
Hiti, sviti, fléttur og bikiní!
Þá er ég nú bara komin til Spánar, þ.e. Salou. En ég er nú reyndar í Barcelona eins og er í heimsókn hjá systu og co. Það er nú liðinn 1 og 1/2 mánuður síðan ég sá prinsessuna mína hana Maríu og er það bara æðisleg að hitta hana aftur. Reyndar kemur öll Barca-familian samferða mér heim svo ég mun hafa hana nálægt í svolítinn tíma.
Það er orðið soldið langt síðan ég var bara venjulegur farþegi á venjulegri túristasólarströnd og er það auðvitað nokkuð skrítin tilfinning. En ég ætla að ganga alla leið í því að vera túristaleg og er ég nú þegar búin að fá mér einhverjar geimverufléttur í hárið eins og helmingur fólks í Salou og er að fara að versla á morgunn.
Jæja elskurnar sakna ykkar pínulítið sjáumst þann 27!
Það er orðið soldið langt síðan ég var bara venjulegur farþegi á venjulegri túristasólarströnd og er það auðvitað nokkuð skrítin tilfinning. En ég ætla að ganga alla leið í því að vera túristaleg og er ég nú þegar búin að fá mér einhverjar geimverufléttur í hárið eins og helmingur fólks í Salou og er að fara að versla á morgunn.
Jæja elskurnar sakna ykkar pínulítið sjáumst þann 27!
laugardagur
Árekstur og tognun úbbossí!
Jæja ég hef nú ekki verið dugleg að skrifa hérna á bloggið mitt. Ástæðan er sú að ég er að passa hund og hús í Hafnafirði og þar er ég ekki net-tengd. Ekki það að ég hefði haft einhvern tíma til þess að blogga hvort eð er.
Ég er ekkert rosalega heppin í bílamálum. Eins og ég hef áður skrifað þá seldi ég bílinn minn um daginn því hann var alltaf að bila og orðinn soldið hættulegur og keypti mér nýjan. En síðastliðinn Laugadag var keyrt á mig. Úppossí! Og viðgerðin kostar jafn mikið og bíllin svo TM býðst til að kaupa bílinn af mér dýrari en ég keypti hann sem ég held að ég gangi að. En þá hefst vesenið að kaupa annan bíl sem er góður, ekki mikið keyrður, ekki of gamall og ódýr. Svo ef þið vitið um einhvern látið mig endilega vita. ooohhhh þetta er nú meira vesenið. Er ekki að nenna þessu. Ætli ég sé ekki dæmt til að snúast í bílaveseni alla ævi. Vona þó ekki.
Það er annars svakalegt vesen að lenda í árekstri. Maður þarf stundum að fara til læknis, gleypa einhverjar pillur og svo skrifa tryggingaskýrslu og teikna mynd ( mín var soldið flott) fara að tala við tryggingakallana þá Lúðvík og Níels (ekki grín) og fara í Tjónamat, bíða eftir viðgerð eða leita sér að nýjum bíl. Þetta tekur allt saman svo mikinn tíma. En svona er lífið og maður ræður víst ekki öllu sem gerist í lífi manns. Bara ánægð með það að enginn slasaðist neitt alvarlega. He he he..
Jæja elskurnar heyri í ykkur. mússí mússí.
Ég er ekkert rosalega heppin í bílamálum. Eins og ég hef áður skrifað þá seldi ég bílinn minn um daginn því hann var alltaf að bila og orðinn soldið hættulegur og keypti mér nýjan. En síðastliðinn Laugadag var keyrt á mig. Úppossí! Og viðgerðin kostar jafn mikið og bíllin svo TM býðst til að kaupa bílinn af mér dýrari en ég keypti hann sem ég held að ég gangi að. En þá hefst vesenið að kaupa annan bíl sem er góður, ekki mikið keyrður, ekki of gamall og ódýr. Svo ef þið vitið um einhvern látið mig endilega vita. ooohhhh þetta er nú meira vesenið. Er ekki að nenna þessu. Ætli ég sé ekki dæmt til að snúast í bílaveseni alla ævi. Vona þó ekki.
Það er annars svakalegt vesen að lenda í árekstri. Maður þarf stundum að fara til læknis, gleypa einhverjar pillur og svo skrifa tryggingaskýrslu og teikna mynd ( mín var soldið flott) fara að tala við tryggingakallana þá Lúðvík og Níels (ekki grín) og fara í Tjónamat, bíða eftir viðgerð eða leita sér að nýjum bíl. Þetta tekur allt saman svo mikinn tíma. En svona er lífið og maður ræður víst ekki öllu sem gerist í lífi manns. Bara ánægð með það að enginn slasaðist neitt alvarlega. He he he..
Jæja elskurnar heyri í ykkur. mússí mússí.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)