miðvikudagur

hhmm Ég vil biðja það fólk sem ,,linkar´´á mig að afsaka mig af þeim sökum að ég ,,linka´´ ekki á þá. Ég hreinlega kann ekki að ,,linka´´ Svo kannski einhver af ykkur geti aðstoðað mig við þetta einhvern tíman.


Nú fer að styttast í Skotlandsferðina mína. Ég veit ekki við hverju má búast. Er þó eitthvað búin að reyna að kíkja á þetta á netinu en fann lítið. Fann reyndar bæ í um 30 mín fjarðlægð frá sumarhúsinu þar sem hægt er að stunda einhver vatnasport og fjallgöngur. Svo kannski maður skelli sér þangað í litla ævintýraferð.


En hann Vilhjálmur er orðinn óþekkur. Í hvert skipti sem ég fylli á dallinn hans og hann er búin að pikka út það sem hann vill borða (hann er matvandur) þá hvolfir hann honum! Súsanna og Gvendur segja að ég vanræki hann því ég er ekki alltaf að halda á honum. Kannski það sé satt en hann kúkar bara svo rosalega mikið og ég vil ekki vera öll út-kúkuð alltaf. Mig þykir samt vænt um litla greyið og ég ætla hér með að reyna að eyða meiri tíma með honum.


Engin ummæli: