Skemmtilegur dagur í dag. Ég vaknaði klukkan 7 eftir 4 tíma svefn. Skellti mér í sund með Svanhvíti og fór svo í vinnuna þar sem ég var að reita arfa. Eftir vinnu þ.e. í hádeginu fór ég bara heim og steinsofnaði og viti menn. Ég vaknaði fárveik. Með hita og beinverki og ég veit ekki hvað og hvað. En þrjóskan í mér sigrar ætíð og ég fór aftur í vinnuna á kvöldvakt. Ekki gaman að þurfa svo að fara heim fyrr. Hélt líka að ég myndi farast úr kulda á leiðinni heim.
Á morgunn hafði ég ætlað mér að mæta í vinnu og fara svo á reunion. Á sunnudaginn ætlaði ég að skreppa í bíltúr á Laugavatn og fara út að borða með Selmu og fólki í tilefni afmælis Selmu.
Svo nú sit ég og helli í mig Sólhatti með sinki og C vítamíni sem Stella keypti fyrir mig til að geta gert eitthvað af því sem ég ætlaði mér um helgina.
Ég vona að þið óskið mér góðs bata.
Bless og takk ekkert snakk.
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég óska þér góðs bata.
Skrifa ummæli