þriðjudagur

Göngum, göngum, göngum, uppá fjallið....

Í gær fór ég í vinnuna, í gær skrópaði ég í sund, í gær var ég að passa, gær fór ég í heimsókn, í gær fékk ég gest, í gær verslaði ég, í gær eldaði ég, í gær bakaði ég, í gær horfði ég á Lost, í gær gleymdi ég að taka Spirulína. Á Laugardaginn fer ég á skólamót.
Hér með auglýsi ég eftir fólki sem vill ganga með mér upp á Esju. Aðeins ein manneskja hefur skráð sig til leiks og er það hún Selma okkar Guðmundsdóttir. Þið hafið nú öll gott af því að ganga smá og fáum við okkur svo heitt súkkulaði þegar heim kemur og hver veit nema maður skelli ekki bara í vöfflur með.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svona súsanna reyndu aftur. Þú getur ekki hatað Esjuna alla ævi. Búðu til betri minningu um hana.

Nadia sagði...

Ég er búin að fara einu sinni, veit ekki alveg hvort að ég nenni aftur. Fínt að labba upp en helvíti að ganga niður Esjuna!

Nafnlaus sagði...

Þið hafið sennilega farið með FB. Er það ekki rétt hjá mér. Þið þyrftuð að fara með skipulagsfríkinni og þá verður allt gott og blessað.

voru það annars tærnar sem meiddust í niðurgöngunni(niðurgangnum)? Bara fá það á hreint.