sunnudagur

Ég vil snúa aftur!

Jæja þá er maður komin heim frá hinu yndislega Skotlandi. Ég elska Skotland. Þrátt fyrir það að það hafi rignt næstum allan tíman og flóð hafi eyðilagt nokkra bæi þá elska ég Skotland og get ekki beðið eftir því að fara þangað aftur. Nema næst ætla ég að vera að ferðast um allt landið á bílaleigubíl eða í rútu (Citylink) og gista á tjaldstæðum sem eru í hverjum bæ. Leið mín liggur samt sennilega í Findhorn næst. Nenni ekki að útskýra það betur. En Skotland er geggjað fallegt land. Rosalega mikill gróður og þar að leiðandi fullt af skógum. Og allstaðar má sjá hleðslur í stað gaddavírsgirðinga. Einnig er gaman að sjá beljurnar, sterakindurnar og fuglana lúlla saman á túnunum.
Eins og kannski einhverjir vita þá var ég veik þegar ég fór. Svo þetta var hryllilegasti dagur sem ég hef upplifað þ.e.a.s. Dagurinn sem ég ferðaðist til Skotlands. Minnstu munaði að ég hafi hætt við að fara rétt áður en ég fór í vélina. Svona var þetta skemmtilega-ó ferðalag.
Ég þurfti að fara að heiman uppá BSÍ og taka rútuna þaðan upp á völl og svo flaug ég til Skotlands, tók strætó af flugvellinum á lestarstöðina og tók svo leigubíl á rútustöðina þar sem ég þurfti að bíða í 2 klst. og tók svo rútu í 2 tíma í einhvern bæ þar sem ég beið í klst. og þar af 15-20 mín úti í rigningunni eftir að vera sótt til að keyra í 10 mín í viðbót í annan bæ. Ég hef aldrei verið jafn ánægð að vera komin á leiðarenda. Já skemmtilegt 12 veikindaferðalag. En ég er þó mjög fegin að hafa pínt mig til að fara og ekki hætt við.
Ég get nú ekki beðið eftir að fara í næsta ferðalag sumarsins en það mun vera ferð til Spánar þann 15 Júlí. En það getur þó verið að ég fari á eitthvað innanlandsvapp vikuna 4-12 júlí. Svo ef einhver er til í ferðalag og er ekki hræddur við hunda endilega skellið ykkur með mér.

mánudagur

Skotland, ó Skotland! Hér kemur Gréta!

Ég hef áhyggjur af vinkonu minni. Hef mikið hugsað um að senda hana til sálfræðings. Þannig er nefnilega komið fyrir þessari vinkonu minni að hún er með hitt kynið á heilanum og þar sem hún er ,,komin á fast´´ þá fær hún útrás í gegnum mig. Þessi vinkona mín segir úúúúú í hvert sinn sem ég tala við strák eða bara sé einn slíkan. Það skiptir ekki máli hvaða strákur það er, það getur verið kassagaur í einhverri matvöruversluninni eða bara gaur sem labbar fyrir framan bílinn minn þegar ég stoppa á umferðaljósum. Það sem lét mig hugsa um að senda hana til sálfræðings var stuttur bíltúr sem við fórum í í dag. Í þessum bíltúr sagði hún: ,,úúúúú ertu hrifin?´´ um 3 stráka og þetta var mjög stuttur bíltúr. Svo þar sem flest fólk skoðar jógúst og klósettpappír í Bónus skoðar hún súkkulaðirúsínur og starir á smokka. Sumir myndu bara segja að þessi stúlka væri eðlileg, en þá þekkja þeir hana ekki nógu vel. Kannski er hún bara sérstök en ég er enn á því að hún hefði bara gott af því að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingi.

En hvað um það. Ég er á leiðinni til Skotlands snemma í fyrramálið. Tek flugrútuna kl. 4:45 frá BSÍ. Svo ég mun að öllum líkindum ekki blogga neitt í 9 daga. En kannski finn ég nú Internetcafé þarna í sveitum Skotlands og þá mun ég nú segja ykkur kæru vinir, kunningjar og aðrir hvað ég mun vera að aðhafast þarna í mér ókunnugu landi. Vona allavegana að það verði eitthvað ævintýri en þó ekki líkt og Hans og Grétu ævintýrið þar sem mér er illa við gamlar ljótar nornir sem pota í fólk með priki.
Jæja vinir ég kveð í bili!
Ykkar ástkæra

laugardagur

Reunion-dagurinn mikli!

Mmmmmmm... Ætli þessi dagur hafi verið svakalega skemmtilegur? Ætli ég hafi farið í vinnuna og svo á Reunionið mitt sem ég er búin að bíða eftir að fara á í lllaaanngan tíma? Ónei.. ég sit veik heima hjá mér að pína í mig eitthvað að borða sem mér finnst ógeðslegt eins og er. Það eina sem mig langar í er forstpinni og ég meika ekki að fara út í búð. Mér finnst ólýsanlega ömulegt að vera veik. Og til að kvarta meira þá er sjónvarpsdagskráin ömuleg á Laugardögum og það er ekki mikið annað hægt að gera þegar maður liggur veikur uppí sófa. En Fanney var að hringja frá Reunioninu og það er mjög gaman hjá þeim og fagna ég því, þá verður þetta allaveganna haldið aftur...vonandi sem fyrst.

Bless og snít, Hóst og krít.

Flensudrasl

Skemmtilegur dagur í dag. Ég vaknaði klukkan 7 eftir 4 tíma svefn. Skellti mér í sund með Svanhvíti og fór svo í vinnuna þar sem ég var að reita arfa. Eftir vinnu þ.e. í hádeginu fór ég bara heim og steinsofnaði og viti menn. Ég vaknaði fárveik. Með hita og beinverki og ég veit ekki hvað og hvað. En þrjóskan í mér sigrar ætíð og ég fór aftur í vinnuna á kvöldvakt. Ekki gaman að þurfa svo að fara heim fyrr. Hélt líka að ég myndi farast úr kulda á leiðinni heim.

Á morgunn hafði ég ætlað mér að mæta í vinnu og fara svo á reunion. Á sunnudaginn ætlaði ég að skreppa í bíltúr á Laugavatn og fara út að borða með Selmu og fólki í tilefni afmælis Selmu.
Svo nú sit ég og helli í mig Sólhatti með sinki og C vítamíni sem Stella keypti fyrir mig til að geta gert eitthvað af því sem ég ætlaði mér um helgina.

Ég vona að þið óskið mér góðs bata.

Bless og takk ekkert snakk.

miðvikudagur

hhmm Ég vil biðja það fólk sem ,,linkar´´á mig að afsaka mig af þeim sökum að ég ,,linka´´ ekki á þá. Ég hreinlega kann ekki að ,,linka´´ Svo kannski einhver af ykkur geti aðstoðað mig við þetta einhvern tíman.


Nú fer að styttast í Skotlandsferðina mína. Ég veit ekki við hverju má búast. Er þó eitthvað búin að reyna að kíkja á þetta á netinu en fann lítið. Fann reyndar bæ í um 30 mín fjarðlægð frá sumarhúsinu þar sem hægt er að stunda einhver vatnasport og fjallgöngur. Svo kannski maður skelli sér þangað í litla ævintýraferð.


En hann Vilhjálmur er orðinn óþekkur. Í hvert skipti sem ég fylli á dallinn hans og hann er búin að pikka út það sem hann vill borða (hann er matvandur) þá hvolfir hann honum! Súsanna og Gvendur segja að ég vanræki hann því ég er ekki alltaf að halda á honum. Kannski það sé satt en hann kúkar bara svo rosalega mikið og ég vil ekki vera öll út-kúkuð alltaf. Mig þykir samt vænt um litla greyið og ég ætla hér með að reyna að eyða meiri tíma með honum.


þriðjudagur

Göngum, göngum, göngum, uppá fjallið....

Í gær fór ég í vinnuna, í gær skrópaði ég í sund, í gær var ég að passa, gær fór ég í heimsókn, í gær fékk ég gest, í gær verslaði ég, í gær eldaði ég, í gær bakaði ég, í gær horfði ég á Lost, í gær gleymdi ég að taka Spirulína. Á Laugardaginn fer ég á skólamót.
Hér með auglýsi ég eftir fólki sem vill ganga með mér upp á Esju. Aðeins ein manneskja hefur skráð sig til leiks og er það hún Selma okkar Guðmundsdóttir. Þið hafið nú öll gott af því að ganga smá og fáum við okkur svo heitt súkkulaði þegar heim kemur og hver veit nema maður skelli ekki bara í vöfflur með.

föstudagur

Sumardagskráin 2005:
Maí: Kaupa bíl.
Júní: Fara til skotlands.
Júlí: Fara til Spánar.
Ágúst: Fara á Hornstrandir.

Já geggjað sumar. Og það sem meira er þá fer ég ekki á hausinn af þessu!

Ég fór í bátsferð með Svönu systir á Mánudaginn. Skoðuðum einhverjar eyjar út frá Stykkishólmi. Þar var aðaláhersla lögð á fuglategundir og bergmyndanir. Mjög áhugavert. Sáum Dýlaskarf, Toppskarf, Teista, Haförn, Æðafugla og fl. Einnig sáum við lárétt stuðlaberg. Já ég er nörd. Það sem stóð þó upp úr var það að neti var kastað út og í það komu fullt af krossfiskum, kröbbum, skeljum og ígulkerjum. Ég var í því að bjarga kröbbunum því þeir voru alltaf að detta á bakið og útlendingarnir þorðu því ekki, en við vorum einu íslendingarnir í ferðinni. Svo fengum við að gæða okkur á kræsingunum, hráum beint úr sjónum.. nammm. Hörpudiskarnir voru ´lang bestir og fengum við soldið af þeim því útlendingarnri þorðu ekki. ÆÆ þeir misstu af miklu.

Fór annars í sund í gær með Fanney og Ísaki. Það var gaman og ég brann í framan. Fékk einnig smá sundbolafar. Fór svo aftur kl. 8 í morgunn og skerpti aðeins á farinu. Ætli maður neyðist ekki til þess að fara í bikiní svo maður verði ekki með hvítan mallakút og ´mjög áberandi far á bakinu?!? ussusssvei.

Jæja kúkalakkar, krabbalabbar, kakkalakkar og krakkalabbar. Bið að heilsa öllum vinum ykkar og fjölskyldum krossfiskanna!