Jæja þá er maður komin heim frá hinu yndislega Skotlandi. Ég elska Skotland. Þrátt fyrir það að það hafi rignt næstum allan tíman og flóð hafi eyðilagt nokkra bæi þá elska ég Skotland og get ekki beðið eftir því að fara þangað aftur. Nema næst ætla ég að vera að ferðast um allt landið á bílaleigubíl eða í rútu (Citylink) og gista á tjaldstæðum sem eru í hverjum bæ. Leið mín liggur samt sennilega í Findhorn næst. Nenni ekki að útskýra það betur. En Skotland er geggjað fallegt land. Rosalega mikill gróður og þar að leiðandi fullt af skógum. Og allstaðar má sjá hleðslur í stað gaddavírsgirðinga. Einnig er gaman að sjá beljurnar, sterakindurnar og fuglana lúlla saman á túnunum.
Eins og kannski einhverjir vita þá var ég veik þegar ég fór. Svo þetta var hryllilegasti dagur sem ég hef upplifað þ.e.a.s. Dagurinn sem ég ferðaðist til Skotlands. Minnstu munaði að ég hafi hætt við að fara rétt áður en ég fór í vélina. Svona var þetta skemmtilega-ó ferðalag.
Ég þurfti að fara að heiman uppá BSÍ og taka rútuna þaðan upp á völl og svo flaug ég til Skotlands, tók strætó af flugvellinum á lestarstöðina og tók svo leigubíl á rútustöðina þar sem ég þurfti að bíða í 2 klst. og tók svo rútu í 2 tíma í einhvern bæ þar sem ég beið í klst. og þar af 15-20 mín úti í rigningunni eftir að vera sótt til að keyra í 10 mín í viðbót í annan bæ. Ég hef aldrei verið jafn ánægð að vera komin á leiðarenda. Já skemmtilegt 12 veikindaferðalag. En ég er þó mjög fegin að hafa pínt mig til að fara og ekki hætt við.
Ég þurfti að fara að heiman uppá BSÍ og taka rútuna þaðan upp á völl og svo flaug ég til Skotlands, tók strætó af flugvellinum á lestarstöðina og tók svo leigubíl á rútustöðina þar sem ég þurfti að bíða í 2 klst. og tók svo rútu í 2 tíma í einhvern bæ þar sem ég beið í klst. og þar af 15-20 mín úti í rigningunni eftir að vera sótt til að keyra í 10 mín í viðbót í annan bæ. Ég hef aldrei verið jafn ánægð að vera komin á leiðarenda. Já skemmtilegt 12 veikindaferðalag. En ég er þó mjög fegin að hafa pínt mig til að fara og ekki hætt við.
Ég get nú ekki beðið eftir að fara í næsta ferðalag sumarsins en það mun vera ferð til Spánar þann 15 Júlí. En það getur þó verið að ég fari á eitthvað innanlandsvapp vikuna 4-12 júlí. Svo ef einhver er til í ferðalag og er ekki hræddur við hunda endilega skellið ykkur með mér.