sunnudagur

Beruvíkurbrjálæði.

Mmmmm... Í dag er gott veður. Ég elska gott veður því mér er alltaf svo kalt. ÉG vaknaði kl. 08:00 í morgunn til að passa prinsessuna og var það nú ekki slæmt enda stórskemmtilegt barn hún María. Svo skruppum við systurnar og María á rúntinn. Keyrðum í Beruvík en þar stoppaði allt í einu vegurinn og við þurftum að ganga að víkinni en það var bara hressandi. Í víkinni var svo eyðibýli á hól og geggjað útsýni þaðan. Ég ætla að kaupa þetta land þegar ég verð orðin moldrík og endurbyggja býlið ganga svo með svuntu og baka allan daginn og verða feit. Svo ætla ég líka að vera með þvottasnúrur úti við og 3 hunda og auðvitað Vilhjálm litla. Kannski ég fái mér einnig páfagauk sem talar svo ég geti talað við einhvern annan en sjálfa mig. Ohh mig hlakkar svo mikið til!

Ég finn fyrir söknuði að heiman. 3 vinkonur hafa spurt mig hvenær ég kæmi nú heim. Tvær hafa svo viðurkennt að þær sakni mín. Kannski voru þær að ljúga að mér, kannski ekki. En ég kem allavegana heim á þriðjudaginn.
Jæja elsku vinkonur þetta er lag til ykkar. Samdi það þó ekki sjálf.
Helgin er svo löng að líða, hversu lengi má ég bíða, fram á Þriðjudagskvöld o, o, o fram á þriðjudagskvöld. Við förum kannski í bíó og síðan barinn á, komumst kannsk í feitt það er allt opið til eitt. Helgin er svo....!

En annars var bíllinn minn gamli aldrei bilaður. Það þurfti bara að lemja á eitthvað og hann hrökk í gang. :) svo ef einhverjum vantar bíl þá fær hann fordinn minn ódýrt. Og munið að hann er kostagripur og færir hverjum sem á hann mikla gæfu og lukku! Einnig get ég reddað ókeypis blessun á hann! Það er ekki amalegt.

Jæja nú erum við að fara að grilla hamborgara úti á palli. Vona að það kvikni ekki í þeim. Það kviknaði nefnilega í grillinu í gær og ég fékk kolsvarta kartöflu. úbbalúbba.( eru það ekki dvergar? úbbalúbbas?)

laugardagur

Fjólubíll og skemmtiganga, blessuð sé minning hans.

Mér tókst enn einu sinni að skipta um password og komast inn á bloggdótið mitt. Gott er það.

Hvað gerði hún Anna Stella á fimmtudaginn? Jú hún keypti sér bíl! Hversu svakalegt er það! Já bíllinn minn gamli bilaði og ég skellti mér bara á nýjan. Það kemur því fólki sem hefur ferðast með mér í bílnum mínum varla á óvart að hann skildi bila og ég veit að það fólk sem er oft í bíl með mér fagnar nú ákaft. En ég verð að segja að mér þótti gamli bíllinn minn alveg ótrúlega góður vinur í 3 ár. Hann fór með mér út um allan bæ og kom mér til skóla og vinnu og hann fór meira að segja með mér nokkrum sinnum út á land. Hann hefur þjónað mér vel þessi gamli góði Ford. Blessuð sé minning hans.

Nýji bíllinn er annars svakaleg lúxus kerra fyrir mig. Í honum er t.d. bensínmælir sem virkar, aðvörunarljós sem virka, miðstöð sem virkar vel, rafmagn í rúðum, gott útvarp og síðast enn ekki síst Kasettutæki! Eigið þið nokkuð einhverjar góðar kasettur? Ég var nefnilega bara með skruðningsútvarp áður og svo er bíllinn líka fjólublár og flottur. Það fer nú enginn að gera grín að mér núna! mmmuuuuhahhahahaha!
Núna sit ég á Snæfellsnesinu og horfi út á Snæfellsjökul út um stóran stofugluggan. Í dag fór ég svo með systir minni henni elskulegu Svönu og Maríu litlu út á Djúpalónssand í góðan göngutúr. Mamma var búin að segja okkur frá einhverri svakalega fínni gönguleið sem átti að taka 1 klst. að ganga og við þyrftum þá 2 klst. því við þurftum að fara fram og til baka en svo komumst við að því að leiðin fram og til baka tekur 6 klst. það er aðeins of mikið labb enda vorum við líka með lítið barn með okkur. Við sátum svo í fjöruborðinu og horfðum á litla dordíngla synda í polli í einhverju glæsilegu bergi og hlustuðum á öldurnar skella sér á ströndina. Svo tíndi ég einnig 4 krossfiska sem höfðu þurkast í sólinni og einn flottan stein. Kvöldið endaði svo á grillmat úti á palli í kvöldsólinni með hvítvíni og bjór. Getur lífið verið eitthvað yndislegra?



sunnudagur

Splendid!

Ég er nokkuð dugleg stúlka. Á fimmtudagskvöld horfði ég á Undankeppni Eurovisión í góðra vina hópi sem kom á heimili mitt með gleði í hjarta en fór sorgmætt heim. En nokkrar voru þó stúlkurnar sem skelltu sér á Riddarann og var ég ekki komin heim fyrr en kl 02:00 þá byrjaði ég að pakka niður ýmsu dóti því daginn eftir fór ég í vinnuna og svo beint vestur á Hellisand. Þar eyddi ég öllum deginum og vakti fram á nótt. Um morguninn vaknaði ég við að engillinn minn hún María ( www.maria-vidarsdottir.blogspot.com )kom uppí til mín. Svo lagði ég af stað í bæinn sem er næstum því 3 tíma akstur. Ég stoppaði í bænum ekki lengur en í 30 mín því ég fór í kaffiboð til Þorlákshafnar. Meiri akstur. Ég eyddi því deginum í gær í það að keyra og keyra meira.

Í gærkveldi fór ég svo í Eurovisión- kjólapartýi. Það var bara mjög gaman, þrátt fyrir það að hvorki Ísland né Pólland hafi náð að komast áfram en það eru löndin sem ég hélt með. Þessi lög og lag Noregs og Ungverjalands voru bestu lögin í keppninni að mínu mati en Evrópa er orðin klikkuð og örrugglega heyrnaskert. Pólskalagið var svo sungið allt kvöldið af mikilli innlifun. Skelltum okkur svo í Útskriftarveislu hjá Siggu vinkonu sem bauð upp á áfengi og pottrétti. Annan svo sterkan að fólk hefur örrugglega fengið góða drullu í morgunn.
Ég var edrú bæði Eurovisiókvöldin. Verð bara að koma því á framfæri.
Ég dag er glæsilegur dagur og ég er í fríi. Ég er að hugsa um að skella mér í sund í dag. Splendid!
Ef svo einhverjum langar að gera eitthvað skemmtilegt í dag endilega látið mig vita.
Chisinau!

miðvikudagur

I feel it in my fingers I feel it in my toes..

Ég fór í bæinn um helgina til þess að dansa. Ég dansaði og dansaði og fór svo í göngutúr upp Laugaveginn. Á þeirri göngu mætti ég dreng sem lenti í ,,böggi’’ við einhvern gaur. Drengurinn sem var alsaklaus greyið var að skemmta sér og ýtti í góðu við vinkonu sinni sem var að ég held kærasta gaurs sem kallaður er Guli kallinn. Guli kallinn varð alveg óður og reyndi að fá drenginn til að slást við sig sem drengurinn tók auðvitað ekki í mál. Í svolitla stund stóðum við fyrir utan skemmtistað og fylgdumst með Gula kallinum sem gekk á alla og reyndi að fá þá til að slást við sig án áraangurs og þegar svo slagsmál voru í því að brjótast út þá hljóp hann í áttina að þeim til að vera með og hann þekkti ekki einu sinni fólkið. Ég á mjög erfitt með að skilja svona fólk. Hver vill fá högg í magann og glóðarauga? Mér þykir það allavegana ekki eftirsótt. Ætli ég færi ekki bara að grenja?! En Guli kallinn er skrítnari, hann nefnilega elti okkur, nema að það hafi verið gulir kallar út um allt. En það efast ég um. Ég var nefnilega edrú.

Eins og áður hefur komið fram þá bý ég í Engihjalla. Ég hef þó búið næstum alla mína ævi í Breiðholti. Í gegnum árin hefur Breiðholtið haft slæmt orð á sér og hef ég heyrt að fólk myndi aldrei búa þar vegna þess að það sé óöruggt. Ég man samt ekki eftir því að morð hafi verið framið í Breiðholtinu, gæti þó skjátlast um það. En í Hjallanum hafa orðið tvö morð á stuttum tíma! Það er nú spurning hversu öruggur maður er hérna. Maður ætti kannski að fá sér hengilása á útidyrahurðina og líma aftur svalahurðina. Smygla inn meisi og butterfly hnífum. Læra svo Tai kwon do og Tai chi eða hvað þetta nú allt saman heitir. Losa sig við allt eitur, garn eða önnur bönd, hreinsiefni og hnífa (nema auðvitað butterflyinn sem væri falinn undir koddanum) Einnig væri sniðugt að hafa alla innanstokksmuni úr gúmmí eða léttu plasti og minnka kraftinn úr vatnskrönum heimilisins. Og fyrir alla muni að eiga enga kveikjara eða eldspítur og heldur enga spegla eða annað gler. Einnig væri flott að eiga skothelt vesti og fara aldrei án þess út í bílinn sinn sem þyfti líka að vera skotheldur með góðri samlæsingu.
Já kannski væri maður þá öruggur. Ég ætla að byrja á þessum umbreytingum í næstu viku og ég vona að nágrannarnir mínir geri slíkt hið sama því ekki vil ég verða fyrir andlegu áfalli heldur, og mér þykir svo vænt um þá granna. Maður verður að hugsa vel um sig.

I feel it in my fingers I fell it in my toes.... Munið þið eftir þessu lagi. Alveg stórskemmtilegt! Ég vildi að ég ætti kasettu-upptöku af mér syngja þetta lag þegar ég var lítil og segja að ég væri svo fín!

mánudagur

Vilhjálmur Brúskur naggagrey

Jæja þá fer ég að fara að leggja í hann. Ég þarf að skilja naggrísinn minn hann Vilhjálm eftir hjá Súsönnu. Ég vona bara að hann verði heill heilsu þegar ég kem, ég vona að hann verði ekki vannærður. Hún Súsanna er bara svo askoti hrædd við litla greyið. Svo ef einhver á leið hjá Engihjallanum fræga þá væri nú gott að viðkomandi myndi vera svo elskulegur að skella smá naggafóðri í skálina hjá honum Villa litla.

En ég óska eftir að fá vísbendingar um það hver var svona svakalega sniðugur að skrá Súsönnu í Djúpulaugina hahahaha. Mér þótti það hreint alveg frábært og hefur viðkomandi glatt mitt litla hjarta á þessum gráa mánudagsmorgni!

Bless, bless og verið öll hress!

sunnudagur

mmmmmm....slurp.

Í gær var matarklúbbur hjá mér. Já ég er kelling í matarklúbbi. Við vorum 3 ungar dömur sem stofnuðum þennan stórskemmtilega klúbb fyrir rúmlega ári síðan og síðan hafa bæst við 4 dömur í viðbót. Þetta er nefnilega ansi vinsællt. Einn vinur minn (kk) viðurkenndi meira að segja einu sinni fyrir mér að honum langaði mikið til að vera með í klúbbnum okkar en hann hefur ekki ennþá fengið inngöngu greyið. Í gær voru glæsilegar snittur í forrétt, fínasti salatbar með öllu í aðalrétt og gómsæt súkkulaði kaka í eftirrétt. Svo er auðvitað alltaf einhverjir skemmtilegir drykkir og í gær voru lífrænt ræktaðir ávaxtadrykkir og suðrænn og svalandi sumardrykkur. Ég hvet alla til að stofna svona klúbb því það er alltaf gott að fá sér 3 rétta máltíð og svo er þetta stórgóð afsökun fyrir áfengisdrykkju því þessi kvöld enda alltaf með partýi eða niðri í bæ.

Jæja ég mun vera internet laus í 4 daga núna. Ég er að fara í sumarbústað. Því miður er ég ekki nógu dugleg að fylgjast með veðurfréttunum svo ég veit ekkert hvort ég komi brún eða grá heim.

Hummm...ætli maður skelli sér ekki bara á hlaupabretti í dag.

fimmtudagur

Ferðalag.

Haldið þið að draugar bíti mann í tærnar er maður situr á kamri vestur á Dröngum?
Haldið þið að maður verði ósýnilegur er maður er búinn að vera þar í viku?
Haldið þið að flugfiskar og sundfuglar trufli skipstjórann á leiðinni að Dröngum?
Haldið þið að maður komist aftur í framtíðina eftir dvöl þar í viku?

Ég er að fara út í rassgat í sumar með elskulegu fjölskyldunni minni. Þar er ekki sími. Þar er ekki klósett. Þar er ekkert nema við, eitt hús, draugar, kamar og fuglar.

Riddarinn góði

Ég bý í Engihjalla og það getur stundum verið einmannalegt. En nýlega fundum við Súsanna út hvað Engihjallingar gera sér til gamans þegar enginn nennir að heimsækja þá. Jú þeir skella sér á Riddaran sem er hverfisbarinn. Engihjallabarinn. En þangað skelltum við Súsanna sambýlingur okkur á mánudaginn var. Þessi yndislega stúlka var svo góð að bjóða mér í hvítvínsglas á þessum svakalega kósí, heimilislega bar. Þar sem allir þekktu alla nema okkur. Í framtíðinni mun ég stunda þennan stað óhrædd því þar eru engir rónar en ég hef verið hrædd um það í marga mánuði og farið mikils á mis.
Talandi um róna þá á ég vinkonu sem laðar að sér róna.´Allir rónarnir í Reykjavík virðast vera jafn hrifnir af henni en hún er skíthrædd við þá og hleypur oftast í burtu er þeir nálgast. Enda ekki skrítið þar sem að róni tosaði einu sinni í hárið á henni í Kolaportinu. Ég varð vitni að þeirri lífsreynlu hennar og greyið stúlkan varð skelfingulostin. (Þú veist hver þú ert elskan)

Núna er ég stödd ,,undir jökli'' ´hjá henni móður minni. Í friðsælli náttúruparadís að anda að mér ómenguðu lofti og er það nauðsynlegt að gera endrum og sinnum til að lifa af. Elsku systir mín er nú að koma heim í heimsókn á næstunni með elsku litlu dóttur sína, prinsessuna Maríu. En sú familia býr í Barcelona og er þær koma heim ætla ég að eyða miklum tíma í að skoða nesið með þeim og anda að mér enn meira fersku lofti og draga að mér orku úr jöklinum. Það er heilbrigt og ég er heilbrigð.