sunnudagur


ÚJEEE!!!!
Ég komst inn í UNIS- University centre in Svalbard! Mér finnst ég vera búin að bíða ENDALAUST eftir svari og loksins þegar ég kom heim í gær eftir þriggja daga Glaciology ferð var svarið komið. Ég komst inn í báða kúrsana sem ég sótti um en þeir eru saman 15 einingar ss 15 ECTS hvor. Kúrsarnir sem ég tek eru: The Tectonic and Sedimentary History of Svalbard og The Quaternary History of Svalbard.
Skólinn byrjar 4. ágúst svo ég fer út í kringum 2. ágúst. Ég er sjúúúklega spennt! :) VVúúúhúúúú!

Eftirfarandi myndir eru teknar af síðu Ólafs Ingólfssonar, Professor of glacial and Quaternary Geology, http://hi.is/~oi/ og eru þær allar teknar á Svalbarða þar sem hann kennir amk í öðrum kúrsinum sem ég tek og einhverjum fleirum kúrsum fyrir framhaldsnema.
Einnig hægt að sjá mun fleiri Svalbarða myndir og upplýsingar á síðunni hans.






4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju enn og aftur snúllan mín að hafa komist inn á Svalbarða :) Þetta verður geðveikt hjá ykkur, svo verður gengið bara að kíkja í helgarheimsókn þar sem þetta er nú í alfaraleið!
Er þetta ekki annars ísbjörninn sem ætlaði að éta þá félaga þarna á einni myndinni? Vona að þið hittið hann ekkert þarna á Svalbó. Sjáumst á eftir í bakstri.

Annas, for your eyes only sagði...

hahhaha já þetta er ísbjörninn sem ætlaði að éta Óla og gaur. En þið verðið að kíkja í heimsókn annars sakna ég ykkar of mikið :(

Súsanna Ósk sagði...

Til hamingju enn og aftur... veit ekki alveg hvort ég nenni að kíkja til þín en þú mátt alveg koma til Hollands :)

Annas, for your eyes only sagði...

Hahahhaha takk fyrir. En þú ert allavegana velkomin ef þig langar að kíkja. Jól á Svalbarða hljóma soldið spennandi er það ekki? Svanhvít er allavegana að pæla í að koma um jólin.