Við stúlkur í jarðfræðinni vorum með fyrirlestur um "human triggered avalanches" um daginn. Að gamni okkar ákváðum við að láta paint meistarann gera mynd sem lýsti því sem við vorum að fara að ræða um og settum við hana sem upphaf að glæru "sjóvinu" okkar. Listamaðurinn lagði nokkuð mikið á sig við vinnu þessa verks og þá sérstakleg til að ná fram karakterum persónanna í verkinu. Ég mun hér sýna þessa dásamlegu mynd með von um góðar undirtektir.
Ég komst að því hvernig spánverjar bera fram orðið Jökulhlaup. Þegar við vorum búin með fyrirlesturinn okkar og "Titan" fólkið búið með sinn endalausa fyrislestur var komið að ungri spænskumælandi stúlku og vin hennar sem enginn sá, hann var ekki lítill eða ósýnilegur heldur falinn bak við tölvu, afhverju veit enginn. En ef þið lesið þetta eins og þið lesið ensku með þykkum spænskum hreim þá fáið þið út skemmtilegt orð sem mun þá að öllum líkindum þýða jökulhlaup.
JackaloopÉg vil svo hér með leggja til að þetta verði notað sem alþjóðlegt orð yfir jökulhlaup.
3 ummæli:
Hahaha veistu ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að ég eigi eftir að heyra þetta nýja orð frekar oft á næstunni....
Hahaha já ég er eigilega bara nokkuð viss um það ;)
haha Anna Stella, þetta er nú bara nokkuð góð mynd hjá þér verð ég að segja:)
Skrifa ummæli