Varg! Fuss og svei. Ég er alltaf aðeins of stundvís þegar kemur að því að taka rútuna í skólan. Mæti alltaf nokkru áður en rútan kemur og hangi úti í ísakulda og engist um. Í dag ætlaði ég bara að bíða í lágmarkstíma svo ég lagði af stað 7 mínútum áður en rútan átti að koma, ég er svona 3-4 mínútur að ganga að "stoppistöðinni" Þegar ég var búin að ganga í 1 mínútu þá kom %&#% rútan og keyrði í burtu frá mér! varg! ég varð brjál, hún kom of snemma eina daginn sem ég ætlaði ekki að bíða eftir henni í 10 mín, korter. Ég missti af Glacilogy fyrir vikið. Ég græt það ekki, enda með endæmum ógeðslega leiðilegir tímar, fullir af endurtekningum og dæmareikningi með engri hjálp frá "kennaranum" Ég græt það hins vegar að ég hafi vaknaði í morgunn svo ógeðslega þreytt að ég var að því komin að sofna á eldhúsgólfinu, í sturtunni, inní fataherbergi og fatahenginu og ef ég væri forspá þá hefði ég getað sofið út í rúminu mínu alsæl. Þar sem ég var hvort eð er komin út í kuldann þá ákvað ég að taka bara smá göngutúr til Minneyjar, hélt mér myndi hlýna við það en aldeilis ekki, dó næstum úr kulda. Ekki góð byrjun á deginum.
Fór annars á bretti í gær og fyrradag :) Ógeðslega gaman eins og alltaf, Marín bara orðin drullu-góð, farin að bruna niður eins og pró. Ég gaf svo litlu frænku minni þá snilldarlegu afmælisgjöf að taka hana með uppí Skálafell og bjóða henni á bretti, leigði fyrir hana græjur og hékk með henni í barnabrekkunni að reyna að kenna henni, dró hana svo uppí stólalyftuna og ætlaði að massa kennsluna þar en ég er ömulegur kennari svo Minney tók við kennslunni og leyfði mér að bruna aðeins og litla frænka massaði þetta :)
Það verður svo bara klifrað í dag, brettafrí, enda orðið soldið dýrt að fara á þetta :/
Fór annars á bretti í gær og fyrradag :) Ógeðslega gaman eins og alltaf, Marín bara orðin drullu-góð, farin að bruna niður eins og pró. Ég gaf svo litlu frænku minni þá snilldarlegu afmælisgjöf að taka hana með uppí Skálafell og bjóða henni á bretti, leigði fyrir hana græjur og hékk með henni í barnabrekkunni að reyna að kenna henni, dró hana svo uppí stólalyftuna og ætlaði að massa kennsluna þar en ég er ömulegur kennari svo Minney tók við kennslunni og leyfði mér að bruna aðeins og litla frænka massaði þetta :)
Það verður svo bara klifrað í dag, brettafrí, enda orðið soldið dýrt að fara á þetta :/
6 ummæli:
Ég segi árskort í fjallið næsta vetur :)
totally, totally, það borgar sig held ég. Ég kaupi samt bara hálfsárskort- Svalbarði þú veist ;)
Hvaða kúkalabbar eru að spamma ruslkommentum á þig, eiginlega!
ég hata þetta, þetta er mest óþolandi í heimi, fyrir utan fólk í stórum dýra búningum.
Er ekkert hægt að stoppa þetta %$/&%&¨!
Sjit skilurðu.. sjit....
Já! ég skil. sorrý með böggið hér áður fyrr, núna er ég alveg hætt því, jafnvel farin að hugsa um að feta í fótspor þín með þetta.
Skrifa ummæli