þriðjudagur

Allt er til..

Vó maður getur fengið vírus í innra eyra og þá getur bólgnað upp einhver jafnvægistaug og þá líður manni eins og maður sé fullur í marga daga, eða á sjó í vondu veðri og manni verður flökurt og má ekki keyra og getur varla gengið.
Þetta kom fyrir vinkonu mína og einu sinni kom þetta fyrir tannlækninn minn og hann var svona í marga mánuði og gat því ekki unnið, sem betur fer.


Ení hú , spurning um að athuga fyrst hvernig útkoman verður áður en maður skellir sér í meikóver.

Fyrir: algert gerpitrýni


Eftir: Stórglæsileg tískudrós og tótallý "inn"

Sumir myndu segja að ég ætti bara að drífa í því að fá mér permó og aflita hárið mitt, kaupa meikup, grænar linsur og rándýra peysu hannaða af einhverjum útúr spíttuðum gaur í háhæluðum skóm með moustache.
Þetta fer mér bara þokkalega vel.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe þetta færi þér mega vel.. ;-)
kv, Saga