þriðjudagur

jees...

Fyrir þá sem ég hef ekki heyrt í eða hitt undanfarið hef ég þessar fréttir að færa:

Í byrjun desember skaust ég upp í skóla til að læra undir verklegt próf í Storkubergi, er ég kem þangað standa kærar vinkonur mínar, Marín og Minney fyrir framan bergfræðistofuna og tjá mér það að við (þá í meiningunni við þrjár) værum að fara til Svalbarða. Ég varð voða glöð og spennt og spurði hvað við værum að fara að gera þar. Þær sögðu að við ætluðum bara að fara sem skiptinemar og spurðu hvort ég kæmi ekki örrugglega með. Auðvitað sagði ég já.
Ég lá svo á netsíðum að leita mér allra upplýsinga sem ég gat um Svalbarða og háskólan þar, UNIS.
Á eftir, um leið og við höfum fengið undirskrift og samþykki skoraformanns erum við að fara með umsóknina okkar um nord+ styrk okkar uppá Alþjóðaskrifstofu, næsta skref er svo að sækja um að komast inn í UNIS sjálfan.

Þetta verður sjúklegt og ef við komumst inn þá verðum við að vera mættar 10. ágúst til Longyearbyen, höfuðstaðar Svalbarða.

Þannig að öllum líkindum er ég að fara að flytja til SVALBARÐA :)
Yndislegt. Hver ætlar að heimsækja mig?



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aww yeah! Svalbarði, já! Svalur Barði.

Annas, for your eyes only sagði...

vííí hlakka svo mikið til, svo sjúklega ógó mikið til.