FLUTT.
SJITT.
Sótti um fyrir viku á ´beisinu´ á sunnudagskvöldinu. Flutti svo í gærkveldi, sunnudag. Eiginlega bara alveg búin að koma mér fyrir og alles.
Sit núna alein heima í vondu veðri, er búin að vera að raða steinunum mínum og bókunum með snakk við hönd, ferlega kósí.
Ég er svo hugsanlega tognuð í lærinu. Var að reyna að komast út úr bílnum með fullt af dóti og reyna að ýta upp hurðinni sem klemmdi mig bara og sneri mér eitthvað óskemmtilega meðan ég teygði allhressilega á lærinu sem var enn fast inn í bílnum. Örrugglega góð skemmtun fyrir nágrannana að sjá hana klunnabínu á bílastæðinu. Komst svo varla úr spori vegna klaka, vætu og mótlægst vinds.
það hefur einn draumur ræst við það að flytja hingað. Ég er með 2 fataherbergi og annað þeirra er nú tileinkað skónum mínum. Skóherbergi! sjiit, það gerist ekki betra. Maður þarf í rauninni bara skóherbergi, rúm og pínulítið baðherbergi, ég yrði allavegana mjög sátt þó það væri ekki meira en það.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með flutninginn! Verra þegar maður er svona veðurtepptur úti á landi hahahahaha og ég sem mætti í jöklafræði...
múhahahhahha
Það var bara ferlega næs. Svaf til hádegis í vonda veðrinu og fór þá til Minneyjar í hádegismat- hún eldaði ;)
Vonandi sé ég þig í næsta tíma!
Skrifa ummæli