Ví fór að klifra í gær, loksins! Er búin að vera ansi léleg í prófunum og kringum jólin enda fór ég líka vestur til mömmu að liggja í leti. En lúðinn horfði náttúrulega bara á klifurmyndbönd á netinu í tonnatali, og saknaði þess að klifra. Það kom mér á óvart að ég var ekki orðin ömulega léleg eftir pásuna, bara soldið léleg, klifraði það sem ég er vön en bara aðeins klunnalegra. Minney! ég komst upp (eins og vanalega) og alla leiðina NIÐUR hvítu-leiðina! ví.. vantaði einn gaur upp á bleiku.
Marín fór með mér. Hún er greinilega búin að einangra sig mikið í kringum jólin því það kemur eigilega aldrei fyrir að hún tali meira en ég. Litla dýrið var með munnræpu allan tíman, líka þegar við vorum í miðjum leiðum að klifra, hún hætti bara ekki. Mjög fyndið.
Ég er hætt að blaðra. Hef augljóslega ekki frá neinu að segja. Marín og Minney hafa kannski gaman af því að lesa þetta, nema þær drepi mig. Minney er föst á Ísafirði, getur ekki klifrað og er að brjálast, múhahhaha...!
Takk elsku vinkonur fyrir að vera svona duglegar að klifra með mér, þetta væri ekki eins án ykkar. Bíðum svo spenntar eftir að Selma ,joini´aftur.