Nú er vinnan í Laugalandi búin og ég í fríi! Ég skellti mér því með Marín hringinn í kringum landið takk fyrir. Það var ógeðslega gaman. Fengum jeppan hennar mömmu lánaðan og hún fékk auðvitað Tóta minn lánaðan á meðan.
Ferðin tók 8 sólahringa og var alveg mögnuð. Við dóum reyndar næstum úr kulda fyrstu 2 næturnar okkar þar sem við vorum staddar á vestfjörðum í ekki svo góðu veðri en svo á föstudegi um verslunarmannahelgina bauð hún Hanna Rósa okkur gistingu á loftinu hjá sér á Ísafirði! Takk fyrir það! sem betur fer þó því tjaldið okkar lak um nóttina enda vibba veður. En á Ísafirði djömmuðum við með Minney og svo einhverju öðru tjaldliði og skellti ég mér svo í partý hjá einhverjum ísfirðingum.
Við fengum svo gistingu hjá henni Báru okkar líka og svo á gólfinu á hárgreiðslu stofu vinkonu mömmu á Akureyri, en dýnan okkar sprakk um það leiti. Við djömmuðum vel á Akureyri enda ennþá verslunarmannhelgin, sunnudagurinn. Eina nóttina sváfum við svo í Ásbyrgi í bílnum þar sem tjaldið var ógeðslegt og svo hjá ömmu Marínar á Vopnafirði. Á Vopnafirði fór afi hennar Marínar með okkur inn í Fagradal þar sem við tókum góða göngu í skriðum meðfram Búri og skoðuðum steingerð tré og fleira skemmtilegt.
Þetta var geggjuð ferð fyrir utan svefnvesen. Við sáum ótrúlega margt skemmtó. Það þarf ekki að tala um vestfirðina, magnaðir! Svo kíktum við auðvitað á þessa dæmigerðu ferðamanna staði, Ásbyrgi, Dimmuborgir, Goðafoss, Mývatn, Námaskarð, Dynjanda, Jökulsárlón, svartafoss og margt fleira. Keyrðum einnig Tjörnesið, ákváðum að taka forskot á það fyrir Tjörnesferð næsta árs. Sváfum svo síðustu nóttina í Skaftafelli og brunuðum svo heim þaðan. Slepptum suðurlandinu enda nýbúnar að grandskoða það í 5 daga suðurlandsferð með Jar 1A.
Mögnuð ferð í alla staði! Hlakka til að fara aftur á næsta ári og skoða allt sem ég ekki náði að skoða, sem var alveg ótrúlega mikið að mér fannst.
Takk fyrir yndislega viku Marín mín.
Einnig vil ég þakka þeim sem hýstu okkur og björguðu þar með heilsu okkar, þá sérstaklega Marínar sem var farin að ganga með pappír fastan í nös vegna nefrennslis.
Og auðvitað vil ég þakka mömmu fyrir að skipta um bíla! Hefðum ekki komist allt sem við fórum á bílnum mínum, vestfirðirnir hefði sennilega ekki verið eins skemmtilegir.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk sömuleiðis, pía! ;)
Ég á ennþá bréfið sem ég var með í nefinu - bara svona til minningar um þessa ferð.
mmm... sexí!
ég þyrfti að setja inn myndir af þér með það í nösunum.
Skrifa ummæli