fimmtudagur

Ekki svo gott, neeihh ekki svo gott..

Síðan ég man eftir mér hefur það verið mjög vinsælt hjá fjölskyldu minni að borða túnfisksalat og er ég búin að mastera túnfiskssalatgerð. Þegar ég fór til Salamanca þarna um árið þá byrjaði ég á því að kaupa mér ristavél og hráefni í túnfiskssalat. Við stöllur lifðum svo á rotvarnarefnafullu ristabrauði með túnfisksalati í um 6 vikur enda bjó ég til svo ógeðslega gott túnfiskssalat. Það er samt ekkert langt síðan ég uppgötvaði það að mér finnst túnfisksalat ekkert svo gott og hef aldrei fundist, hef bara alltaf haldið að mér fyndist það gott af því að ég hef borðað það síðan ég var lítil og vegna þess að allir segja mér að ég búi til svo rosalega gott túnfisksalat.
Sömu sögu hef ég að segja um tómata. Ég hef borðað tómata alla mína ævi en það var ekki fyrr en fyrir 1 1/2 ári síðan að ég uppgötvaði að mér finndist þetta ekki gott. Ég sat þá á lífrænum veitingastað í Barcelona og var að borða tómmat og hugsaði með mér, góður tómatur. En það var í raun í fyrsta skipti sem mér fannst tómatur góður. Ég kom síðan heim til íslands og hætti að setja tómmata í salötin sem ég var að borða og salötin voru miklu betri.

Og hvað er málið með að segja túnmatur en ekki tómmatur?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að búa til túnfisksalat handa þinum yndislega smleigenda, sem hún hefur aldrei fengið að smakka.

Nafnlaus sagði...

Já kannski að ég geri það einhverntíman, á afmælinu þínu eða eitthvað. En ástæðan fyrir því að ég hef ekki gert það hingað til er vegna þess að MIG hefur hreinlega ekkert langað í það.

En kannski að ég komi þér nú á óvart og búi til salat fyrir þig þó þú eigir ekki afmæli.

Súsanna Ósk sagði...

Það er ekki tún- matur, heldur tú- matur Anna Stella mín.
Kv. Súsanna alheimsguð.

Nafnlaus sagði...

En ef maður spáir nú enn meira í því þá meikar tún-matur meiri sens því tómmatar eru ræktaðir á túnum en hvað er tú? Á einhver íslenska orðabók?

Súsanna Ósk sagði...

Tómatar eru ekki ræktaðir á túnum heldur í viðeigandi görðum, þ.e. með mold og öðru tilheyrandi. Hér á Íslandi fer ræktunin fram í gróðurhúsum.
Kv. Súsanna alheimsguð.

Nafnlaus sagði...

Hver er skilgreiningin á túni?

Mjög stór garður?