þriðjudagur

Mér finnst rigningin góð...

Góðan og blessaðan....
ef hann er nú blessaður...
Það er alveg stórkoslega leiðilegt veður úti. Grenjandi rigning (já gott fyrir gróðurinn) og rok og þar að auki er bara ógeðslega dimmt úti, óþolandi. Ég er nefnilega myrkfælin.
Mig langar svo út að gera eitthvað skemmtilegt og sumarlegt, en nei...
Ef ég læt mig hafa það að fara út í þetta veður þá verð ég rennandi sem er svo sem kannski allt í lagi en það er ekki í lagi þegar rennandi blautt hárið slengist fyrir framan augun á mér og límist vegna bleytunnar eins og pappír límist með UHU og maður sér ekkert og þar að auki er ég gleraugnaglámur og vitið þið hvað það er pirrandi að vera gleraugnaglámur í rigningu! Úff það er sko leiðilegt. Það er eins og að keyra bíl í rigningu með engar rúðuþurkur. Maður hreinlega sér ekki rassgat.
Spurning um að klippa af sér hárið og fara í augnaðgerð.

Eða kannski bara fá sér húfu og linsur, en ég er fyrir vestan og hef ekkert ´slíkt með mér. Damn anna stella!

En ekki miskilja mig. Mér finnst rigningin góð.... Mér þykir voðalega gaman að hlaupa í rigningu og einnig finnst mér gaman að fara í gúmmískóna mína og sulla í pollum. Svo getur verið gaman að fara út með umbrelluna sína.
En þegar maður er ekki með réttu hlutina til að fara út í svona veður, þá verður maður bara pirraður.

Keypti mér samt flíspeysu í dag á Blómsturvöllum, gaman að því.

3 ummæli:

Súsanna Ósk sagði...

Hæ.

Nafnlaus sagði...

sæl..

Nafnlaus sagði...

I like it! Good job. Go on.
»