Ég var kítluð af henni Súsönnu. Jæja Súsanna hérna færð þú og fleira gott fólk glás af persónulegum upplýsingum um mig.
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
1) Dvelja í Findhorn á Skotlandi í a.m.k. 2-5 vikur. (Lesið Celestine handritið)
2) Búa á Spáni.
3) Eignast 3 börn og jafnvel gifta mig.
4) Deita Skota.
5) Búa úti á landi, einhverstaðar í rassgati.
6) Læra rússnesku
7) Synda sjósund nakin. (T.d. á Gróttu.)
Sjö hlutir sem ég get gert.
1) Talað Spænsku
2) Innbyrgt endalaust af Jöklasalati.
3) Eldað góða fiskrétti.
4) Keypt endalaust mikið af sokkum og nærbuxum
5) Hengt upp gardínur alveg sjálf.
6) Gubbað þegar ég sé ógeðslegar tær.
7) Gert endalaust grín af fitness fólki.
Hlutir sem ég get ekki gert.
1) Verið á næturvöktum ævilangt
2) Farið í splitt.
3) Farið í flugvél án þess að hugsa um það hvernig það verður þegar flugvélin hrapar.
4) Borðað ananas
5) Munað eftir að vökva blómin
6) Sett upp þennan helv#%$ ráder!
7) Eitt heilu ári á Íslandi í einu.
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið.
1) Sjálfsöryggi.
2) Fyndni.
3) Augu
4) Metnaður
5) Flottur rass
6) Opin fyrir öllu
7) Ævintýragirni.
Sjö staðir sem mig langar á.
1) Findhorn í Skotlandi
2) Allir staðir á Íslandi
3) Grænland
4) Pýramýdar í Egyptalandi.
5) Sveitir Japans.
6) Nýja Sjáland
7) Aþenu
Sjö setningar sem ég segi oft.
1) Veistu hvað mig dreymdi?
2) Ég er svöng
3) Mig langar í eitthvað að éta
4) Ohh mig langar í súkkulaði
5) Eigum við að fá okkur hamborgaratilboð?
6) Þarf að keba
7) Ohh hvar er....ég týni öllu!
Sjö hlutir sem ég sé núna.
1) Bertolli smjör
2) Tígristýrapennaveski
3) Jólaljós
4) Sérstaka strákellingu sem Svan bjó til er hún var lítil og er búin að hengja upp á vegg.
5) Súkkulaði jóladagatölin okkar Svan
6) Flatkökur og hangiálegg.
7) Ljótan gólfdúk.
Ætli maður verði ekki að kilta einhvern og dettur mér þá til hugar þá Viðar Jónsson, forsætisráðherra lýðveldisins Hafliða og Birgir Már Guðlaugsson, einn eigandi sólbaðsstofunnar Ibiza.
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli