sunnudagur

Ferðasaga 2

Ævintýraklúbburinn er orðinn vel virkur. Ævintýraferð nr.2 var farin í gær...alveg spontant. Samferðafólkið í þessari ferð voru: ÉG, Selma, Þórdís Nadia, Svanhvít, Helga og Jón Bjarni. Við ákváðum að skella okkur á jólahlaðborð og ball úti á landi. Nánar tiltekið á Selfossi og var ballið með góðvinum okkar Í Svörtum fötum og voru strákarnir Í röndóttum bolum sem hituðu upp. En þar sem við ákváðum þetta svona seint þá var allt fullt á hlaðborðinu á Hótel Selfossi svo við skelltum okkur á Hótel Ingólf á Ingólfshvoli en þar reddaði góður maður okkur gistingu í sumarbústað þar rétt hjá. Eftir hlaðborðið fórum við upp í bústað að gera okkur til og skelltum okkur á ballið, þ.e.a.s ég, Svanhvít og Helga. Restin af liðinu kom rétt áður en ballið var búið. Geggjað gaman á ballinu, mikið dansað og mikið fjör. Eftir ballið fórum við bara heim að hanga og létum auðvitað renna í pottinn en það tók nú heila eilífð svo ég, Þórdís og Jón Bjarni sofnuðum bara og Svan og selma fóru í pottinn með skrítna gaurnum í hvítu hör-jakkafötunum sem keyrir stóra bíla.
Gaman að þessari ferð.

Endilega skráið ykkur í ævintýraklúbbinn. Klúbburinn fer reglulega í einhverjar skemmtilegar ævintýraferðir en varist að oft er enginn fyrirvari.

Engin ummæli: