fimmtudagur

Mr.Bishop?

Nú er ég byrjuð í skólanum. Hef reyndar aðeins mætt í 1 tíma því ég er á næturvöktum þessa vikuna. Ég hef hingað til aðeins sofið að meðaltali 4 1/2 tíma á sólahring og er ógeðslega þreytt. Það er bara svo mikið að gera að ég hef engan tíma til að sofa. Ég var að koma af næturvakt um daginn og stoppaði á rauðu ljósi og eins og svo oft lítur maður til hliðar til að skoða fólkið í bílnum við hliðiná sér. Mér brá þá nokkuð í brún því ég hélt ég hefði séð Harold í nágrönnum á gömlum bíl á Nýbílaveginum. Maðurinn hefur haldið að ég væri eitthvað skrítin því ég stóð mig að því að stara á hann. Ég er ekki vön að stara á fólk. En eftir að vera búin glápa svolitla stund á gamla manninn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki Harold. Ég hugsaði þá hvort ég ætti að segja manninum að hann gæti kannski verið aukaleikari fyrir Harold en þá kom grænt ljós og við rukum af stað.
Ég fór í Griffil um daginn og ætlaði að kaupa mér skrúfblýant og varð nokkuð hneygsluð á verðinu á þeim. Flestir kostuðu um 400-600 kr en einn kostaði 849 kr. Mér fannst þeir allir líta eins út. Ég fann svo einn sem kostaði 119 kr og er þetta fínasti blýantur. Ég hefði sem sagt geta keypt 7, 13 blýanta af þeirri tegund sem ég keypti fyrir 1 af dýrustu tegund.
Ég er búin að prófa blýantinn og er hann alveg mjög góður. Látið því ekki blekkjast...ekki hugsa: ,,þessi skrúfblýantur er svona dýr hann hlýtur þá að vera lang lang bestur´´ það er bara rugl.

þriðjudagur

Malbik eða mosi?

Þá er maður komin heim. Þetta var æðisleg ferð í alla staði.
Keyrðum í Norðurfjörð (á verstfjörðum) og beið okkur þá bátur þar sem við tókum í Reykjafjörð en þar dvöldum við í viku. Við dunduðum okkur við fjallgöngur og aðrar skemmtilegar gönguferðir, sund en laugin var soldið of heit enda hituð upp með hveravatni svo ekki var hægt að synda í henni, tíndum Fjallagrös og Vallhumal og kveiktum einu sinni bál og sungum dátt við það. Það var alveg yndislegt að vera þarna í rafmagnsleysinu með lélegt klósett svo við þurftum að hlaupa sem ofast smá spöl niður á önnur klósett sem stödd voru úti í kofa einum og við vorum með Drangjökull alltaf í augnsýn nema þegar það var þoka. En það kom einmitt þoka daginn sem við ætluðum að ganga að jöklinum, áttum bara um 30 mín gang eftir að jöklinum er við snérum við út af henni. Við vorum ekkert sérlega heppin með veður en þrátt fyrir það þá vildi ég ekki koma aftur heim. Ég hefði ekkert á móti því að geta eitt einhverjum mánuðum á svona stað. Vika er ekki nóg.
Á leiðinni heim í bátnum komun við við á bænum sem afi ólst upp á og fengum við að skoða húsið sem hann bjó í og rúmin voru meira segja þau sömu þar! Þetta var því ógleymanleg ferð í alla staði og er ég staðráðin í því að fara þangað aftur sem fyrst.

Þetta hefur sem sagt verið ógleymanlegt sumar, er búin að fara til Skotlands, Spánar og á Vestfirði. Og ef að farið verður að ganga Laugaveginn í gönguáfanganum í Fb þá ætla ég sennilega að gera það. En því fleiri þeim mun skemmtilegra svo þið sem eruð að fara í fb endilega skellið ykkur með. Og já þið sem spyrjið ég er að fara aftur í fb. vantar fleiri einingar í raungreinum.

fimmtudagur

Nú fer ég að halda norður á leið!

Jæja ég mun nú taka smá frí á netinu og frá nútíma lífinu í um viku tíma því ég er að fara vestur á Hornstrandir með elskulegri fjölskyldu minni. Veit ekki hvort að það sé símsamband þarna. En ég veit að það er lítið sveitasundlaug svo ég verð þar sennileg allan tíman og í gönguferðum.
EKker smá drasl sem þarf að pakka fyrir svona ferð! skó, auka skó, inni skó, regnföt, úlpu, húfu, vettling, sokka, sjampó, buxur, auka buxur, sundföt, peysur, boli og auka peysur og boli. Einnig hvítvín og eitthvað skemmtilegt að lesa, ég tek El principito og Íslandseldar.
Mig hlakkar til. ÉG get ekki beðið! Er búin að redda barnapössun fyrir Vilhjálm og allt klárt svo ég er farin hálfa leið.
Sjáumst.

þriðjudagur

Hvað er að þessum heimi? Það virðist vera hægt að finna endalaus sorgleg dæmi um saklaust fólk sem beitt er hrottalegu óréttlæti!


http://www.beirut.indymedia.org/ar/2005/07/2999.shtml

LESIÐ.

mánudagur

Æxli?!

Þegar ég fer til útlanda er ég vön að ganga mikið enda versla ég og skoða mikið, eðlilega. Ég lenti þó í því í Spánarferðinni minni að eitthvað kom fyrir hælanna á mér. ÉG hef sennilega fengið beinhimnubólgu eða eitthvað álíka. Ég kom svo heim og kíkti til læknis og sagði hún: ,, Þetta getur eigilega ekki verið æxli því þetta er í báðum fótum!´´ Ég var ánægð að heyra það þó svo mér hafði aldrei dottið þetta í hug að ég gæti verið með æxli í hælunum. En bólgan er ekki enn farin og má ég lítið sem ekkert ganga, sem gengur eigilega ekki því ég er bíllaus með strætóbölvun, ekkert hlaupahjól og finn ekki lykilinn af hjólinu mínu. Já ég er nú ekkert svakalega hress með þetta ástand mitt og ofan á þetta hælavesen þá fékk ég sýkingu í augun líka! mmmmm.....gaman.
Jæja nú er ég búin að vorkenna mér og kvarta nóg. Heyrumst elskurnar.