miðvikudagur

BLESS Á MEÐAN, FARIN Á SVALLANN!

Hundrað árum síðar.....
Annað blogg. Ég er búin að vera á skrilljón í allt sumar og þegar ég hafði tíma fyrir tölvustúss valdi ég að fara á facebook í stað þess að blogga, það mun ekki gerast aftur enda býst ég við að vera með ritræpu í vetur, eða allavegana fram til áramóta.
Það er einn heill dagur eftir á Íslandi, svakalegt, magnað...
Er búin að vera að standa í tryggingaveseni, fá sakavottorð fyrir rifflaprófið mitt og stússa í endalausum vesenum í kringum ferðina. Það verður svo góð tilfinning þegar ég er búin að tékka mig inn! Þá ætla ég líka að fá mér morgunnbjór, Mmmm...slúrp.., ég hlakka svooo til en kvíði hins vegar líka því að kveðja alla, er svo lítil í mér varðandi kveðjur, þó svo að þetta sé svona stuttur tími. Ég vil helst bara segja bless og hlaupa í burtu og fara að gera eitthvað annað til að dreifa huganum en ætli ég endi ekki vælandi í hverri kveðjustundinni á fætur annarri þegar nær dregur ferðinni. Þeir sem sleppa við kveðjur frá mér eru heppnir, þeir fá bara stóran knús í huganum. Ég elska ykkur og mun sakna ykkar en ég mun samt örrugglega skemmta mér svo vel að ég hætti að væla þegar ég lendi á Svallanum.

Pælið! Eftir 2 daga sit ég á Svalbarða, já Svalbarða. Það er svo geggjað, svo sjúklega magnað, svo óttarlega skrítin tilfinning, I´m out...peace!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

búhúúúú ég mun sakna þín og hinna kreisí gellanna sem fara með þér :D

Súsanna Ósk sagði...

Hæ. Ekki hætta að blogga. Ég er búin að opna fyrir komment á síðunni minni. P.s. Var með kveðjupartý í gær og það var ógeðslega gaman. Vona að þú hafir það gott. Fer út á fös.