sunnudagur

Þá er Laugalandið byrjað með öllum yndislegu börnunum :) Það er ekki til betri staður til að vera á sumrin, sérstaklega í sól og góðu veðri sem ég vona að verði í allt sumar, eða allavegana þangað til 1. ágúst (þá fer ég til Svalbarða)

Ég er þó komin í viku frí núna, er að fara að flytja allt dótið mitt vestur og til hinna ýmsu ættingja sem ætla að vera svo góðir að passa dótið mitt meðan ég verð úti. Ég skellti mér þó uppí sumarbústað með fjölskyldunni í gær, ætlaði að hvíla mig súper vel. Mér finnst vanalega fáránlega gott að sofa í sumarbústöðum en í morgunn var það ekki svo yndislegt lengur. Mig var að dreyma að ég væri að tala í símann og ég heyrði ekkert í manneskjunni fyrir slátturvélarorf í nágrenni við mig. Þegar ég var farin að öskra í símann í draumnum áttaði ég mig á því að ég ætti kannski að vakna og ath þennan orf. Jú ég vaknaði og þegar ég opnaði augun blasti við mér risa hunangsfluga, drottning. Mér fannst ekki gott að liggja föst þarna með risa býflugu að bíða eftir að borða mig svo ég faldi mig undir sænginni þangað til hún stoppaði og suðið hætti. Þá stökk ég í burtu, hékk svo lengi, lengi með allar hurðir opnar og fældi hana svo loks út með handklæði. Ég þorði svo ekki að fara að sofa aftur, en ég er nottla svoddann letihaugur svo þreytan var hræðslunni sterkar og ég steinrotaðist aftur en dreymdi enga slátturvélaorfa.
Hverjar eru svo líkurnar á að þetta gerist aftur? Ég er nú búin með minn býflugna-horror skammt.
Hanna, ert þú ekki eftir???

Vei Vei!

Í dag fór ég í Esjugöngu með Súsönnu. Við fórum ekki uppá topp en þetta var engu að síður mjög gaman og hressandi.

mánudagur

Í dag er nákvæmlega tveir mánuðir í að ég fer út til Svalbarða. Ég verð að segja að ég er gjörsamlega að kafna úr tilhlökkun, vildi óska þess að ég væri að fara á morgunn.

Við byrjum önnina á safety training námskeiði sem fer fram 4-6. ágúst svo eru skipafelt 10-18. ágúst og tjaldfelt 19-22. ágúst. Sjúklega spennandi! Við vinnum svo úr gögnunum sem við söfnum í felt ferðunum um veturinn :)

Vaarg ég get ekki beðið!! :D

Úff og aaahhhh..