föstudagur

Tjörnesferðin- tótallí kúlíó!

Júhú! sjii komin heim úr ferð nr 2, mega Tjörnesferð þar sem allt gott gerðist, fyrir utan þegar Agnes og Áslaug duttu í árnar og Hanna fékk geggjað kúl græna sendingu úr fuglarassi á sig og Marín rann niður allan lækinn með fullar hendur af steingervingum og Helga varð drulluveik í 2 mín og ég fékk 10 lítil skrítin bit á handlegginn og 85% af fólkinu brann. Þetta var annars fáránlega vel heppnuð ferð með sjúklega góðum mat og bongóblíðu allan tímann.

Það sem við gerðum í stuttu máli og myndum:

Grilluðum, drukkum bjór, vorum skítug, sveitt, þreytt og glöð.
Fórum í Dimmuborgir og meiri drukkum bjór við Mývatn.

Skoðuðum trjábolaför í seti og hrauni.

Unnum í 40°halla allt að 46 m yfir sjávarmáli þar sem við þurftum að klifra með hjálp hamarsins góða :) Við vorum með fallegasta útsýni í heimi og nestistað í 40m hæð.
Eignuðumst hestavini og fílavini sem voru svo góðir að æla ekki lýsi á okkur.
Gáfum 10 lækjum nöfn, drukkum úr þeim og pissuðum í þá (auðvitað ekki á sama stað).
Bjuggum til 3 rekaviðsbrýr þar sem við æfðum jafnvægislistina af miklum móð.'
Stukkum yfir eina góða á :) Ekki náðu allir heilir á bakkann samt :/

Lærðum puttagaldur (sumir :) )
Fórum á Reðasafnið og sáum fullt af hvalatippum (jukk)

Fórum í sund, borðuðum ógó mikið af ís og mökuðum á okk
ur sólarvörn nr 40.
Fundum fullt af steingervingum og kolalög .
Ooog ég man ekki meir..

Minney og Hanna að mæla fyrir ofan kolalögin í elsku Jóakim.

Hestarnir að heimsækja okkur að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að klifra upp að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að ræða málin á nestisstaðnum okkar góða.


Við að útbúa brú nr 2.

Ooog ýta útí stóru, stóru ána.

Silla að rölta yfir brú nr 3, ísí písí að fara þarna yfir en ég var ansi stressuð fyrir:)

sunnudagur


ÚJEEE!!!!
Ég komst inn í UNIS- University centre in Svalbard! Mér finnst ég vera búin að bíða ENDALAUST eftir svari og loksins þegar ég kom heim í gær eftir þriggja daga Glaciology ferð var svarið komið. Ég komst inn í báða kúrsana sem ég sótti um en þeir eru saman 15 einingar ss 15 ECTS hvor. Kúrsarnir sem ég tek eru: The Tectonic and Sedimentary History of Svalbard og The Quaternary History of Svalbard.
Skólinn byrjar 4. ágúst svo ég fer út í kringum 2. ágúst. Ég er sjúúúklega spennt! :) VVúúúhúúúú!

Eftirfarandi myndir eru teknar af síðu Ólafs Ingólfssonar, Professor of glacial and Quaternary Geology, http://hi.is/~oi/ og eru þær allar teknar á Svalbarða þar sem hann kennir amk í öðrum kúrsinum sem ég tek og einhverjum fleirum kúrsum fyrir framhaldsnema.
Einnig hægt að sjá mun fleiri Svalbarða myndir og upplýsingar á síðunni hans.






Allt búið...

Ég er búin í prófum, sjitturinn titturinn hvað það er skrítin en þó mjög svo yndisleg tilfinning. Ég held ég hafi að mestu leiti brillerað á steingervingaprófinu, fyrir utan ammoníta-sauma spurninguna og helv&%#$ skeljakrabbana. Ég skellti mér svo bara vestur í mega leti ferð. Ég svaf næstum til hádegis, lagði mig svo tvisvar í dag, fór út að leika við hundinn og borðaði svo grillmat og sötraði bjór fram eftir.
Það er ógurlega skrítin tilfinning að þurfa ekki að læra. Ekki lengur neitt samviskubit að naga mig ef ég er að gera eitthvað annað en að lesa, reikna, glósa. Mér finnst prófatörnin samt hafa liðið alltof hratt, öll prófin mín voru í einni klessu og hefði ég viljað hafa lengri tíma fyrir hvert þeirra. Þetta er búið að vera fljótt að líða, ég er enn að átta mig á því að prófin eru í rauninni og alvörunni búin. Þá á ég bara eftir að fara í Glaciology ferð í næstu viku í 3 daga, þar sem kennarinn vill fara í "evening walks" og hafa "evening meetings" auk þess að láta okkur hanga úti alla daga við jökla að gera guð má vita hvað. Kannski verðum við bara að skoða og gera allt það sama og vanalega, drumlings við Sólheimajökul, sandstormur við Gígjökul, týna steina við jökulsárlón....Bjór, bjór, bjór.. vona að þessar kvöldstundir með kennurunum eyðilleggi ekki bjórstundirnar okkar góðu.

En ég ætla allavegana að njóta lífsins í einn dag í viðbót hérna í sælunni á Snæfó.

Ég skal samt ekki gleyma að drekka bjór fyrir alla elsku vini mína sem enn eru í prófum.





þriðjudagur

Próf

Próf, próf, próf, próf....
Líf mitt hefur bara snúist um glósur, fleiri glósur, útreikninga og svo enn meiri útreikninga síðustu vikur. Ég komst að því að mér finnst eðlifræði mjög skemmtileg, humm...

Glaciologyprófið- búið
Efnafræðiprófið- búið í bili :/
Eðlisfræðiprófið- búið
Steingervingafræði- næsta föstudag
Glaciology ferð- 15-17. maí
Tjörnes- 21-29 maí.

Er annars orðinn ansi magnaður körfuboltaspilari :) Höfum verið dugleg í prófunum að kíkja út í körfubolta, svo dugleg að ég er komin með beinhimnubólgu. Maggi Plaggi sagði mér að kaupa mér hitakrem og nudda þar til ég færi að grenja. Ég keypti kremið og fór svo sannarlega að grenja enda sjúklega mögnuð myntulykt af því og var ég umvafin sterku mynduskýi, gat varla andað og táraðist fáránlega mikið þegar mér tókst að opna augun. Óþolandi að hafa þetta svona ógeðslega illa lyktandi, meika ekki að setja þetta á mig áður en ég fer meðal fólks, myndi græta alla í kringum mig og það væri ekki fallegt af mér.