þriðjudagur

Próf próf próf.

Prófin eru byrjuð. Mér finnst eins og jólaprófin hafi verið í síðustu viku en dagatalið segir mér að það séu víst nokkrir mánuðir síðan þeim lauk.
Fyrsta prófið mitt var í dag. Glaciology, hundleiðilegur kúrs sem hefur þó að geyma einkar áhugavert efni en kennslan var bara of fáránleg. Ég skildi ekki helminginn af spurningunum á prófinu og það sorglegasta við það var að prófið var bæði á íslensku og ensku og ég skildi ekki íslenskuna.
"Nefnið tvo og þrjá aðra" Ahhh....

Við Selma fórum síðustu helgi vestur til mömmu að læra. Það var alger snilld, ógeðslega kósí hjá okkur og yndislegt. Við skelltum okkur í fjallgöngu, gengum uppá Búlandshöfða, klifruðum smá í stuðlum og renndum okkur niður alla snjóskafla sem við fundum á leiðinni niður. Við kíktum svo í partý á Arnarstapa um kvöldið þar sem elsku jarðfræðinördarnir mínir voru í jarðsöguferð.
Þetta var sjúklega góð ferði í alla staði, ógeðslega gott að komast út úr bænum svona rétt fyrir prófin, geggjað, ætlum að gera þetta að reglu og vera kannski lengur næst.


sunnudagur

Jackaloop.

Við stúlkur í jarðfræðinni vorum með fyrirlestur um "human triggered avalanches" um daginn. Að gamni okkar ákváðum við að láta paint meistarann gera mynd sem lýsti því sem við vorum að fara að ræða um og settum við hana sem upphaf að glæru "sjóvinu" okkar. Listamaðurinn lagði nokkuð mikið á sig við vinnu þessa verks og þá sérstakleg til að ná fram karakterum persónanna í verkinu. Ég mun hér sýna þessa dásamlegu mynd með von um góðar undirtektir.



-Made by Annas in paint-

Ég komst að því hvernig spánverjar bera fram orðið Jökulhlaup. Þegar við vorum búin með fyrirlesturinn okkar og "Titan" fólkið búið með sinn endalausa fyrislestur var komið að ungri spænskumælandi stúlku og vin hennar sem enginn sá, hann var ekki lítill eða ósýnilegur heldur falinn bak við tölvu, afhverju veit enginn. En ef þið lesið þetta eins og þið lesið ensku með þykkum spænskum hreim þá fáið þið út skemmtilegt orð sem mun þá að öllum líkindum þýða jökulhlaup.
Jackaloop
Ég vil svo hér með leggja til að þetta verði notað sem alþjóðlegt orð yfir jökulhlaup.

mánudagur

Fátækur námsmaður.

Ég tók eitt stk næturvakt síðustu nótt. Það var skerí og ekkert voðalega skemmtilegt, hanga svona ein alla nóttina í myrkrinu.
Einu sinni vann ég 100% næturvaktir í 5 mánuði. Þessir mánuðir voru algert "hell" og lofaði ég sjálfri mér að fara aldrei aftur á næturvakt á ævinni.
Í gær sveik ég það vegna fátæktar.


-Maid by Annas in paint-