mánudagur

Einhvern daginn get ég kannski sagt: "Ég var einu sinni nörd"
Það get ég þó ekki sagt strax.


Ég og jarðfræðinördarnir mínir í jarðfræðinördaferð


Veðrun, vúhú!


Að lesa jarðfræði í tjaldi, maður verður að fræðast um það sem maður ætlar að skoða :)


Jábbs, nörd. Hafði ekkert að gera í bílnum.

Vóóó stuðlaberg...


Að koma af djamminu, um að gera að kíkja á jökulrákirnar og ath stefnu þeirra.


Í skriðugöngu við Búr, gengum heil lengi til að sjá steingerð tré og geggjaðan gang :)


Basaltferflötungurinn minn, gerði hann auðvitað í paint :)


Í smá páskafjallgöngu.


Já berg, einmitt, mjög skemmtilegt og auðvitað með hamarinn í annarri.


Við Minney í efnafræði, vúhú! aldrei aftur.


Kornastærðamæling sets, að mig minnir, nördamynd sem notuð er á hi.is fyrir raunvísindadeild.

sunnudagur

Til hammó með ammó ég.

ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI Ó-JAHÁ! ÉG Á AFMÆLI Í DAG



Súsanna á líka afmæli í dag, til hamingju kæra vinkona.

fimmtudagur

Ammó helgin mikla.

Faraldur.

Það eiga allir afmæli um helgina. Ég þekki átta manneskjur sem eiga afmæli og eina fyrir utan þær sem ætlar að halda uppá afmælið sitt á Laugadaginn. Ég er svo níunda manneskjan sem á afmæli um helgina.


Mér er boðið í þrjú ammós, er að vinna alla helgina og þarf að klára tvær efnafræðiskýrslur svo ég hef ekki tíma til að halda uppá mitt, allavegana ekki þessa helgina. Það er samt ágætt, vil vera í afneitun aðeins lengur, er ekki alveg tilbúin að verða svona gömul.

En samt:
TIL HAMMÓ MEÐ AMMÓ ALLE SAMMEN !

sunnudagur

Gleðilega páska-ungarnir mínir
og hafið það sem allra best í eggjaátinu
slúrp...




Verður Kaós í Páskaeggjalandi?
Passiði ykkur.


Teikningar: made by annas in paint

föstudagur

Nesið jábbs..

jess mæ frend. Fór á snæfellsnes, beilaði á Aldrei fór ég suður. Það verður bara að bíða næsta árs.
Ætlaði frekar að sitja hérna í tótal afslöppun en það er rooosalega erfitt. Er búin að horfa á sama fjallið út um gluggan síðan ég kom sem mig langar svooo að ganga uppá. Það verður bara að bíða seinni tíma líka. Ekkert sniðugt að fara að æða ein þangað upp enda æði bratt á köflum.
Mig langar líka alveg svakalega að fara á snjóbretti og klifra.
Hvað á maður svo eigilega að gera þegar maður er í svona afslöppun? Maður getur ekki bara gert ekkert, það er ekki hægt :/

fimmtudagur

titturinn!

Varg! Fuss og svei. Ég er alltaf aðeins of stundvís þegar kemur að því að taka rútuna í skólan. Mæti alltaf nokkru áður en rútan kemur og hangi úti í ísakulda og engist um. Í dag ætlaði ég bara að bíða í lágmarkstíma svo ég lagði af stað 7 mínútum áður en rútan átti að koma, ég er svona 3-4 mínútur að ganga að "stoppistöðinni" Þegar ég var búin að ganga í 1 mínútu þá kom %&#% rútan og keyrði í burtu frá mér! varg! ég varð brjál, hún kom of snemma eina daginn sem ég ætlaði ekki að bíða eftir henni í 10 mín, korter. Ég missti af Glacilogy fyrir vikið. Ég græt það ekki, enda með endæmum ógeðslega leiðilegir tímar, fullir af endurtekningum og dæmareikningi með engri hjálp frá "kennaranum" Ég græt það hins vegar að ég hafi vaknaði í morgunn svo ógeðslega þreytt að ég var að því komin að sofna á eldhúsgólfinu, í sturtunni, inní fataherbergi og fatahenginu og ef ég væri forspá þá hefði ég getað sofið út í rúminu mínu alsæl. Þar sem ég var hvort eð er komin út í kuldann þá ákvað ég að taka bara smá göngutúr til Minneyjar, hélt mér myndi hlýna við það en aldeilis ekki, dó næstum úr kulda. Ekki góð byrjun á deginum.

Fór annars á bretti í gær og fyrradag :) Ógeðslega gaman eins og alltaf, Marín bara orðin drullu-góð, farin að bruna niður eins og pró. Ég gaf svo litlu frænku minni þá snilldarlegu afmælisgjöf að taka hana með uppí Skálafell og bjóða henni á bretti, leigði fyrir hana græjur og hékk með henni í barnabrekkunni að reyna að kenna henni, dró hana svo uppí stólalyftuna og ætlaði að massa kennsluna þar en ég er ömulegur kennari svo Minney tók við kennslunni og leyfði mér að bruna aðeins og litla frænka massaði þetta :)

Það verður svo bara klifrað í dag, brettafrí, enda orðið soldið dýrt að fara á þetta :/

þriðjudagur

Allt er til..

Vó maður getur fengið vírus í innra eyra og þá getur bólgnað upp einhver jafnvægistaug og þá líður manni eins og maður sé fullur í marga daga, eða á sjó í vondu veðri og manni verður flökurt og má ekki keyra og getur varla gengið.
Þetta kom fyrir vinkonu mína og einu sinni kom þetta fyrir tannlækninn minn og hann var svona í marga mánuði og gat því ekki unnið, sem betur fer.


Ení hú , spurning um að athuga fyrst hvernig útkoman verður áður en maður skellir sér í meikóver.

Fyrir: algert gerpitrýni


Eftir: Stórglæsileg tískudrós og tótallý "inn"

Sumir myndu segja að ég ætti bara að drífa í því að fá mér permó og aflita hárið mitt, kaupa meikup, grænar linsur og rándýra peysu hannaða af einhverjum útúr spíttuðum gaur í háhæluðum skóm með moustache.
Þetta fer mér bara þokkalega vel.