þriðjudagur

jees...

Fyrir þá sem ég hef ekki heyrt í eða hitt undanfarið hef ég þessar fréttir að færa:

Í byrjun desember skaust ég upp í skóla til að læra undir verklegt próf í Storkubergi, er ég kem þangað standa kærar vinkonur mínar, Marín og Minney fyrir framan bergfræðistofuna og tjá mér það að við (þá í meiningunni við þrjár) værum að fara til Svalbarða. Ég varð voða glöð og spennt og spurði hvað við værum að fara að gera þar. Þær sögðu að við ætluðum bara að fara sem skiptinemar og spurðu hvort ég kæmi ekki örrugglega með. Auðvitað sagði ég já.
Ég lá svo á netsíðum að leita mér allra upplýsinga sem ég gat um Svalbarða og háskólan þar, UNIS.
Á eftir, um leið og við höfum fengið undirskrift og samþykki skoraformanns erum við að fara með umsóknina okkar um nord+ styrk okkar uppá Alþjóðaskrifstofu, næsta skref er svo að sækja um að komast inn í UNIS sjálfan.

Þetta verður sjúklegt og ef við komumst inn þá verðum við að vera mættar 10. ágúst til Longyearbyen, höfuðstaðar Svalbarða.

Þannig að öllum líkindum er ég að fara að flytja til SVALBARÐA :)
Yndislegt. Hver ætlar að heimsækja mig?



sunnudagur

Chemestry

Efnafræðipróf á morgunn! Fokk, er alveg komin með gubbuna út í eyru af þessu. Er bara búin að sitja hérna í Kefló síðan á fimmtudag að læra ;/ sem betur fer er íbúðin mín skrítna alveg sjúklega kósí. En mig langar ekki að sitja inni, mig langar að fara á snjóbretti og út að leika mér.
Maður getur orðið brjálaður á að hanga svona inni.

Erum annars búnar að vera að miss okkur í photobooth, sjjiii..

föstudagur

Elska þetta veður!

Veðurteppt í dag. Ógeðslega kósí. Svaf til kl 11. Fór þá til Minneyjar og við lærðum efnafræði. Tinna sambýlingur Minneyjar bakaði svo vöfflur og fengum við vöfflur með ís, rjóma, súkkulaðisósu, hnetusúkkulaði, banana, jarðberjum og sultum. MMmmm.....
Nú er það kertaljós heima hjá mér, ógeðslegt veður úti og Bylgja og Minney í heimsókn.
Ég vildi samt að ég þyrfti ekki að læra og gæti farið út að leika mér í vonda veðrinu, það væri yndislegt.

Það er ekkert slæmt að búa úti á landi.

mánudagur

SJITTURINN TITTURINN!

FLUTT.
SJITT.

Sótti um fyrir viku á ´beisinu´ á sunnudagskvöldinu. Flutti svo í gærkveldi, sunnudag. Eiginlega bara alveg búin að koma mér fyrir og alles.

Sit núna alein heima í vondu veðri, er búin að vera að raða steinunum mínum og bókunum með snakk við hönd, ferlega kósí.

Ég er svo hugsanlega tognuð í lærinu. Var að reyna að komast út úr bílnum með fullt af dóti og reyna að ýta upp hurðinni sem klemmdi mig bara og sneri mér eitthvað óskemmtilega meðan ég teygði allhressilega á lærinu sem var enn fast inn í bílnum. Örrugglega góð skemmtun fyrir nágrannana að sjá hana klunnabínu á bílastæðinu. Komst svo varla úr spori vegna klaka, vætu og mótlægst vinds.

það hefur einn draumur ræst við það að flytja hingað. Ég er með 2 fataherbergi og annað þeirra er nú tileinkað skónum mínum. Skóherbergi! sjiit, það gerist ekki betra. Maður þarf í rauninni bara skóherbergi, rúm og pínulítið baðherbergi, ég yrði allavegana mjög sátt þó það væri ekki meira en það.

furðulegt...

Ég ákvað í skyndi að prufa að sækja um íbúð á Keili þar sem mig vantar íbúð og leiguverð í Rvk er ómögulegt og ég er langt frá því að komast á stúdentagarða þrátt fyrir óralanga bið.
Ég henti inn umsókn í gærkveldi og var hún samþykkt kl 09:32 í morgunn.
Kl 09:43 var ég komin með íbúð. Ég hentist til Keflavíkur að skoða hana og brá mér heldur í brún. Hún er vægast sagt stórfurðuleg. Eina orðið sem lýsir íbúðinni er: Skrítið.
Ég veit ekki hvað ég á að gera. Vantar íbúð og þetta furðuverk er það eina sem ég fæ sem ég hef efni á.

Veit bara ekki.

fimmtudagur

Ég fór til spánar um daginn, verslaði, stalst til að klifra í einhverjum kastala, drakk bjór og borðaði smokkfisk og kartöflur eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta var mjög skemmtileg ferð en nú er ég komin aftur.