fimmtudagur

Kveð ég nú hann Tóta minn

uss og svei. Hvað haldiði að hafi komið fyrir mig fyrir nkl. viku síðan? Jú ég var á leiðinni í skólann í rólegheitum þegar ég stöðvaði í sakleysi mínu á beygjuljósi hjá Öskju enda var rautt ljós og ég hef lagt það í vana að stöðva við svoleiðis ljós. Allt í einu bara búmm! ég skallaði hauspúðan f$#&! fast og bíllinn minn kastaðist nokkra metra áfram. Ég eitthvað vönkuð tók lyklana mína úr svissinum og fór að raða þeim, renndi upp úlpunni og sat svo bara og starði á ljósið áfram í smá stund. Loks ákvað ég að fara út úr bílnum og við mér blasti ekki fögur sjón. Bíllinn í kássu :( Löggan kom svo og tók skýrslu og lét taka bílinn minn í burtu enda ónýtur. Maðurinn sem klessti á mig hélt að hann væri á akreininni við hliðiná og þar var grænt þannig að hann brunaði á mig á allgóðum hraða. Marín var svo yndislega að þjóta úr tíma og hanga með mér við skýrslugerð og uppá slysó.
Nú þarf ég að kaupa mér nýjan bíl og mér finnst það leiðilegt. Tóti minn var kannski ekkert augnayndi en hann var gamall og traustur. Ef þið vitið um einhvern eðal bíl á góðu verði látið mig þá endilega vita.


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Díses fólk verður nú að fylgjast aðeins betur með!! Er ekki í lagi? Nú er ég bara orðin hálfhrædd að fara þessa leið í skólann :O

Gott samt að það er allt í lagi með þig :)

Nafnlaus sagði...

jú jú ég er ágæt. en ég er hætt að stoppa á þessu ljósi og fer á ljósið við hliðiná, innra ljósið. Það virðist aðeins öruggara.

Nafnlaus sagði...

Aumingja Tóti..... ég á eftir að sakna hans:(

Nafnlaus sagði...

ég sakna hans gífurlega. Sá hann um daginn þegar ég var að vesenast uppá Tjónaskoðun, búhúhú....