föstudagur

Aha..

Sælt veri liðið. Það hefur verið sjúklega mikið að gera hjá mér, endalaust mikið og ég hef ekki verið að eyða tímanum mínum í það sem ég hef þurft að vera að gera. Nei ég er búin að vera með bíla á heilanum og þ.a.l. bara hangið á bílasíðum og bílasölum. Loksins er ég þó búin að kaupa mér bíl og get þá farið að læra eins og brjálæðingur enda styttist óhugnalega í prófin. Fyrstu prófin eru algerar stressklessur. Fyrsta er 30. nóv sem er verklegt í storkubergi, frekar stressandi enda virðast bergtegundirnar sem við eigum að vera með á hreinu vera endalausar. Svo 5. des verður MUNNLEGT PRÓF í því sama. Algert hell! ég er skíthrædd um að kafna úr stressi! Munnlegt próf er ekki eitthvað sem ég ,,höndla´´ vel. Sitja fyrir framan tvo kennara og útskýra eitthvað sem ég varla skil sjálf, hvað þá að ég gæti komið því í orð og út úr mér. Svo koma restin af prófunum í einni runu, Stærðfræðigreining, Almenn efnafræði, Setlagafræði og Steingervingafræði. Ég er farin að hlakka óskaplega mikið til þess að komast í jólafrí, anda, gera kannski ekki rassgat nema eitthvað sem er alveg svakalega rólegt en þó skemmtilegt.
AAAaaaaaammmmmmmmmmmmmmmm........................

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, ég er svo sammála þér! Munnlegt storkuberg. Ég á ábyggilega eftir að fá innvortis þarmablæðingu í prófinu. Þá get ég sagt "My anus is bleeding!"

Annas, for your eyes only sagði...

HAHAHA JÁ það er skemmtileg setning og ég á örrugglega eftir að segja hana með þér daginn fyrir prófið!

Nafnlaus sagði...

Þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru snúlla!!:)
Og þú mátt eiga það að þú stóðst þig með eindæmum vel um helgina, brást mér ekki í þetta sinn:) luuuuv:*

Annas, for your eyes only sagði...

Hef ég einhverntíman brugðist þér? Sagði þér að ég myndi ekki beila. Er líka næstum því ennþá að jafna mig, hálfþunn....

Nafnlaus sagði...

Nope aldrei!!! enda ertu gull af manni...