sunnudagur
Spáníá
Komin heim úr æðislegri ferð til Spánar. Við mamma heimsóttum systu, Viðar og Maríu og fórum svo öll upp í fjöll í um 2-3 klst frá Barcelona (við Pýreneafjöllin), leigðum okkur æðislega íbúð með arni á spænskum bæ og fórum á skíði og bretti, æðislegt útsýni og stutt í bjórinn.
María átti svo afmæli þegar ég var úti og héldum við æðislega veislu með svakalegum kræsingum. Alveg yndislegt.
Á heimleiðinni lentum við samt í svakalegum hremmingum þegar vélin okkar gat ekki lent á Stansted í London vegna óveðurs og flugmaðurinn reif vélina á fullu upp í loft aftur og tilkynnti okkur að hann gæti ekki lent á Stansted og þyrfti að reyna að lenda á Gatwick (hvernig sem þetta er nú skrifað), fólk var ælandi og vælandi og yfirflugfreyjan grét einnig, ég hinsvegar sat alveg stíf af hræðslu og verkjaði í alla vöðva (fékk meira að segja harðsperrur). Þegar við svo lentum var okkur komið fyrir í rútu sem átti að fara á Standsted og átti að taka 2 klst. En við vorum í rúma 7 klst í rútunni þar sem það var búið að loka 2 hraðbrautum og lestakerfið lá niðri vegna rafmagnsleysiss vegna óveðursins. Þegar við komum svo loksins á flugvöllinn þá vorum við löngu búin að missa af fluginu okkar heim og öll hótel í london uppbókuð! Fengum samt inn á mótel við þjóðveginn sem indæll leigubílstjóri reddaði okkur og komums heim með fyrsta flugi daginn eftir. Hef aldrei verið jafn ánægð með að komast heim til Íslands. hehe..
mánudagur
Sólasamba og Fjallatangó
Nú er maður barasta staddur i Barcelona, búin að vera í nokkra daga í Torrevieja, versla og loks heimsækja systu og fjölskyldu. Við förum svo á morgunn upp að Pýreneafjöllum þar sem við erum búin að leigja hús og ætlum að kíkja á bretti/skíði. Við mamma gáfum Maríu litlu skíði í afmælisgjöf, alveg ótrúlega lítil skíði (67cm) og er hún búin að vera að trampa um á skíðaskónum um allt í dag. Svo erum við bara búin að liggja í ótrúlega góðum kræsingum, ákváðum að halda auka jól saman og gerðum það í gær, svo nú er eiginlega jóladagur. Keyptum fleiri jólagjafir fyrir okkur og alles.
Æðislega gaman!
Bið að heilsa!
p.s. Svanhvít, er Villi Villti hress?
Æðislega gaman!
Bið að heilsa!
p.s. Svanhvít, er Villi Villti hress?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)