mánudagur

Ég vil benda ykkur á hina ágætu blogg-síðu Gula miðans. Guli miðinn er hinn ógurlega frægi og sívinsæli matarklúbbur okkar vinkvenna og nú hefur verið sett á laggirnar blogg síða þar sem við hendum inn góðum uppskriftum og skemmtilegum frásögnum ásamt fallegum myndum af okkur klúbbs-stúlkum.

En ég skellti mér annars á Sigurrósar tónleikanna ásamt um 15000 manns í gær og var það bara ógeðslega næs. Fannst mér rosalega næs að sitja í grasinu og horfa á fólkið sem var af öllum stærðum og gerðum og rölltum við svo um svona 4 hringi í kringum svæðið. Það sem mér þótti þó mjög furðulegt var að ég hitti eigilega engan sem ég þekki. Enga af mínum vinum og kunningjum...bara svona 3 hæ kunningja. Hvar voru allir? En allavegana þá fór ég áður en tónleikunum lauk enda var mér kalt og var rosalega svöng. Fór heim til Helgu og mamma hennar bauð mér snúð með súkkulaði og svo skutlaði Helga mér heim...Það sem var nú þó ekki beint toppurinn á kvöldinu er að við fengum símtal um að við hefðum víst misst af rúsínunni í pylsuendanum. Eitthvað svakalegt loka-búmm... og misstum af því....skamm Anna Stella...ég ´mun næst klæða mig betur og taka með mér nesti, ef að það verður eitthvað næst þ.e.a.s.

Jæja en er í fríi núna þannig að ef einhver annar er líka í fríi endilega bjalla í mig, eða bara eftir vinnu.

fimmtudagur

Sumarfrí

Þá er ég komin í sumarfrí. Laugalandsvinnan bara búin í ár. Mér líður hálf-bjánalega. Veit eigilega ekkert hvað ég á að mér að gera. Fór til mömmu að hjálpa henni að passa Maríu og hef eigilega ekkert gert af viti nema að liggja í leti og passa. Mér líður ekkert allt of vel vegna þessa...það er ekki gott að liggja í leti of lengi, maður verður svo myglaður og ógeðslegur.
En ég er allavegana að koma í bæinn á Laugardaginn og langar mig rosalega að gera eitthvað skemmtilegt, annað en að hanga meira í letikasti. Svo endilega ef þið kæru vinir eruð í stuði til að gera eitthvað voða skemmtó þá hafið samband....veit þó að það er lítið um ykkur...sumir að vinna næturvaktir, aðrir í London og enn aðrir á ferðalagi.

EN munið að ég hef saknað ykkar.
Og ég veit að einhverjir hafa nú saknað mín líka.

miðvikudagur

Sakna ykkar.

Þá er ég komin í frí næstu tvo daga.. er orðin ansi þreytt og er hvíldarþurfi. Ég var að renna í hlað að austan og ligg hérna upp í sófa með bjór að horfa á rock star supernova og augljóslega að hanga á netinu.
Allavegana dúllurnar mínar, hringið í mig ef ykkur langar að gera eitthvað skemmtilegt með mér. Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt með ykkur.
Sakna ykkar.

Kv. Annas