þriðjudagur

vikan

Ég veit að ég hef ekki skrifað neina færslu lengi og er það vegna þess að ég hef verið svo svakalega upptekin.

Síðasta vika:

Föstudagur:
Við Svansí brunuðum austur og leigðum bústað. Héldum svaka partý og var dansað og sungið dátt, vorum við að fagna því að 22 ára aldursár okkar var að byrja. Fullt af góðu liði kíkti til okkar en flestir fóru þó heim í sín eigin rúm um nóttina en aðrir, þ.e.a.s. Hlynur, Begga, Fanney og Dóri gistu hjá okkur. Við yfirsuðum okkur auðvitað í pottinum og svo skriðum við rúsínurnar í sturtu og tókum til við að syngja hástöfum undir gítarleik Hlyns Hljómfagra, sem tók það ekki í mál að fólk tæki upp á því að leggja sig í miðjum söng og sló það verulega fast með söngbókinni sinni, sem hann bjó til og kom með.

Laugardagur:
Vaknað, allir skelþunnir og svangir en enginn nennti að kveikja á grillinu. Átum snakk í morgunmat og hádegisverð. Seinnipartinn var svo dýrindis kaffihlaðborð, enda erum við þekktar fyrir all-svakalegan myndaskap við prinsessurnar. Óla & Co komu í heimsókn og gæddu sér á kræsingunum og komu færandi hendi, með afmælisgjafir og marengstertu. Takk fyrir okkur Óla, Hjalli og Stína. Þar sem við vorum frekar þreyttar eftir lítinn svefn nóttina áður vorum við því bara fegnar að gestir kvöldsins afboðuðu sig vegna veikinda og þynnku. Svansí skreið uppá loft og sofnaði kl. 20:00 og vakti ég hana ekki fyrr en 14 klst seinna en þá lá hún í 2 klst í viðbót uppá lofti. Ég hins vegar hafði það bara gott, og þar sem ég gleymdi að taka með mér lesefni þá horfði ég bara á sjónvarpið en það var svo bara ágætt, lá í leti í sófanum , með sængina, hamborgara og kartöflusalat. Ferlega kósí.

Sunnudagur:
Fórum á Selfoss, versluðum 1 stk snjóbrettaúlpu, 2 pör VIKING gúmmítúttur, 1 stk nærbol og 2 stk kjúklingaborgara og franskar. Þrifum pottinn og skelltum okkur í hann í sól og blíðu en flúðum svo úr honum í heljarinnar hagl-éli. Skelltum okkur í bæinn eftir sjúklega góð þrif í bústaðinum.

Mánudagur:
Vinna, próf & snjóbretti í fjöllunum okkar bláu.

Þriðjudagur:
Vinna, Lærði undir próf

Miðvikudagur:
Veik, Lærði undir próf.

Fimmtudagur:
Vinna, próf og snjóbretti í fjöllunum okkar bláu, kom heil heim, freknótt og sæt.

Brjáluð en hressandi vika, mjög svo örvandi og gleðileg.
Ég vil bara þakka fyrir mig: ,, Takk fyrir mig´´

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig sömuleiðis;)

Súsanna Ósk sagði...

Hvernig væri að blogga- halló- á ekki að halda þessu uppi þarna stærðfræðihaus?

Nafnlaus sagði...

Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»