fimmtudagur

SSR

Síðasliðinn Laugardag var árshátíð SSR á Básum í Ölfusi. Ég mætti auðvitað ásamt mínum æðislega starfsmannahópi og fengum við meira að segja verðlaun fyrir að vera með flest starfsfólk miðað við höfðatölu. Það vissum við reyndar fyrirfram og mættum með skilti sem á stóð 100% enda 100% lið þar á ferð. Verðlaunin gleymdust en við fengum kampavín og ber á meðan...við erum ekki viss hver hin verðlaunin eru...sagt hefur verið að það sé glerskór. Ég er ekki alveg viss um hvað við eigum að gera við hann? Eftir að við borðuðum æðislegan mat byrjaði hljómsveitin Veðurguðirnir að spila...brilliant hljómsveit alveg! Og dönsuðum við eins og óðir apakettir allt kvöldið og fram á nótt...eða þar til rútan fór í bæinn. Sumt fólk hefur áhyggjur af ölvun á skólaböllum en við lágum í hláturskasti yfir miðaldra konum sem voru gjörsamlega á eyrunum, veltandi um og dettandi. Ástarmál hjá fólki gengu misvel upp en þarna var fólk sem reyndi og reyndi án árangurs og aðrir sem voru á fullu fyrir framan alla og skelltu sér síðan inn á einn bás kvennaklósettsins. Ég held ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel og þakka bara fyrir mig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hví spyrðu það því? Ég horfði reyndar á einn þátt um daginn. Annars höfðu þessir þættir algerlega farið framhjá mér.