Já við Selma Salmonella skelltum okkur vestur á Snæfellsnes á sunnudaginn. Lögðum af stað úr Reykjavíkinni kl. 11 og rétt náðum í messu í Ólafsvík kl. 14:00 þar sem við sungum hástöfum með kórnum en aðrir í messuni voru of feimnir og til að syngja (sennilega ógnuðum við þeim bara með okkar einstöku englaröddum). Eftir messu skelltum við okkur með mömmu á jólabasar í Félagsheimilinu og gerðum þar góð kaup en við keyptum okkur húfur, vettlinga, ullarsokka, kökur og bauð mamman svo uppá heitt súkkulaði. Um kvöldið lágum við eins og steiktir kúrbítar í sófanum og sváfum yfir sjónvarpinu í brjáluðu veðri, risahagli og þrumum og eldingum til kl rúmlega 01 um nóttina.
Mánudagurinn var svo svakalegur letidagur. Við skelltum okkur uppí kirkju Ingjaldshólsprestakalls í brjáluðu veðri og skoðuðum hana í krók og kima og var Selma sannfærð um að hafa heyrt í draugsa inná wc, ég, ofurhugrökk skaust að ath. málið og var ekkert óvenjulegt í gangi þar. Við skoðuðum málverk og ljósmyndir og Selma æfði sig að ganga inn altarið. Þar næst fórum við í búðina Blómsturvelli. Versluðum reyndar ekkert þrátt fyrir mikið úrval þó við höfðum næstum verið búnar að kaupa okkur perlur og leir.
Á þriðjudeginum fengum við æðislegan hádegisverð í boði mömmu. Magnað salat með laxi og lúxus, lögðum svo af stað í bæinn, keyrðum í kringum Snæfellsjökul og fyrsta stopp var á Djúpalónssandi þar sem Selma reyndi við einhver Grettistök og náði sér í orkustein í minjagrip.
Næsta stopp var svo á Arnarstapa þar sem við sáum Bárð Snæfellsás og fengum okkur svo te og heitt súkkulaði með rjóma á kaffihúsinu þar. Svo var sungið eins og kvakandi svanir alla leiðina með pissustoppi í Borgarnesi.
Þetta var bara ansi notaleg ferð þó að ævintýrin hefðu þurft að bíða vegna veðurs en þau koma seinna.
ÉG segi nú bara takk fyrir mig gamla fólk í Ólafsvík, mamma, Selma og kona á kaffihúsi á Arnastapa. Þetta var yndisleg ferð.
P.S. ég vil nú taka það fram að við erum í ævintýraklúbb. Hver sá sem vill vera í klúbbnum þarf bara að láta vita, skrá sig. Skrítið fólk er líka velkomið að vera með. Næsta ferð er óákveðin og ræðst af vinnu og veðri. Samt er stefnt á Snjóbrettagamansferð ef að snjór fellur.
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég hef aldrei séð steiktan kúrbít, er hann e-ð letilegur?
Skrifa ummæli