miðvikudagur

Svallinn beibí!

Sjiiiii.. það er all svakalega langt síðan ég bloggaði síðast hérna. Ég er bara búin að vera alltof upptekin af lífinu á Svalbarða síðan ég kom. Það er ennþá samt skrítin tilfinning að vera komin hingað. Ég velti því ennþá fyrir mér hvað ég er fegin að hafa komist inn í skólann og drifið í þessu og hversu skrítið það er að vera loksins komin eftir allan þennan tíma (ss síðan ég ákv þetta í des).
Við búum í stórum húsum í Nybyen, bæ við Longyearbyen í 28 litlum herbergjum með 4 eldhús og er stemmningin hérna óendanlega æðisleg og ég mun pottþétt koma hingað aftur.

Það var nokkuð skrítið að lenda hérna á flugvellinum þar sem tveir eldri nemendur sóttu okkur öll en við vorum um 15 manns sem komu sama kvöldið. Á meðan hluti af fólkinu var að bíða eftir farangrinum sínum stóðum við í hring í vandræðalegri þögn sem Nikkí nokkur englendingur braut með því að kynna sig og spurja alla hvað þeir hétu og hvað þeir væru að gera hérna. Upplýsingaflóðið var of mikið fyrir mig að höndla eftir heilan dag í ferðalagi frá klakanum yfir til Osló og þaðan á Svalbarða og bjór í öllum stoppum og stöðum. Svo ég stóð þarna bara og velti fyrir mér hvað af þessu fólki myndu hugsanlega verða vinir mínir og hverjir væru hugsanlega með mér í bekk o.frv. Ég veit það núna að stór hluti af mínum bestu vinum hérna komu ekki með þessu flugi en þó nokkuð margir góðir bekkjafélagar stóðu með okkur í þessum skemmtilega hring vandræðalegra kynninga þar sem orðið amazing og awsome kome fyrir ca. 23 sinnum.

Við erum annars bara búin að fara í 12 daga felt, fara á riffla námskeið, sjá ísbjörn og hreindýr og seli og hvali og refi og fjöll og sandstein og leirstein og siltstein og steingervinga osfrv. svo hafa verið endalaus partý og það síðasta endaði með því að helmingurinn af eldhúsáhöldunum í eldhúsinu mínu var límt upp í loftið með gaffateipi og eldhúsið niðri var þakið baunum. Stuð. Það hefur samt líka verið brjálað að gera í skólanum og höfum við þurft að fara með 2 fyrirlestra og skila 2 allstórum skýrslum, núna erum við í einskonar workshopi tengdu kol og olíu á Svalbarða- úber spennandi :)


Í kvöld skellti ég mér í klifur með góðri norskri vinkonu minni og kom myndar klifurkennari að mér og bauð mér að klifra með sér. Eftir að ég hafði klifrað með honum í dágóða stund með annan klifurgaur hangandi yfir mér að fylgjast með öllu sem ég gerði þá fékk ég hið heilaga Brattkort, sem er norskt klifurkort en það verður maður víst að hafa ef maður ætlar að geta klifrað í Noregi. Ég er því orðinn löglegur klifrari! Vúhú!

Ég er sátt, mjög, mjög sátt og tótallý hamingjusöm :D

Ég læt fylgja nokkrar skemmtilega korní myndir :)

Annars er meira skrifað á http://www.svalbastardar.blogspot.com en það er blogg sem við höldum uppi á meðan við erum úti.