Fyrsta kvöldið var brjálað veður, bústaðurinn varð rafmagnslaus svo við sátum bara í rólegheitum að sötra og spjalla. fórum reyndar líka í einhvern apaleik á Playstation sem ég sökkaði í, tapaði alltaf og við fórum aðeins í Trivial , sem er náttúrulega skylda í öllum sumarbústaðaferðum.
Á Laugardeginum var ekki nógu gott færi fyrir Langjökul þannig að við keyrðum eitthvað út í buskann og fórum svo í surtshelli, gengum hann allan í gegn í myrkrinu með mjög fá vasaljós, ferlega fyndin reynsla. Eins og að vera blindur í fjallgöngu. Þegar við komum upp aftur var komin svaðaleg hríð og við fundum ekki bílana strax, chilluðum bara í vonda veðrinu meðan gæjarnir hlupu að leita að þeim. Leið og við vorum komin að bílunum birti til og við gátum farið á snjóbrettin! Vorum dregnar í reipi aftan úr jeppanum, brjálæðislega gaman.
Við fórum svo heim í bústað að gera okkur fín fyrir Þorrablótið en það var eighties þema og við fengum verðlaun fyrir besta búninginn :) Ég var dregin uppá svið í einhverja söngkeppni með fólkinu (vandræðalegastu og lengstu augnablik ævi minnar) og við vorum látnar dansa magadans með einhverri magadansskvísu, frekar klunnalegt hjá okkur og hugrakka unglingnum. Ég smakkaði í fyrsta skipti súrmat. Tók risa bita af lifrapylsu og einhverra hluta vegna þá grunaði mig ekki að hún yrði svona súr, hún var ógeðsleg, hreinn viðbjóður, ég átti mjög svo erfitt með að kyngja þessu og sat bara og kúgaðist, eins ó-kúl og það er. Við Marín ákváðum svo að smakka meiri súrmat, forvitnin rak okkur áfram í þá vitleysu. Fengum okkur hákarl og hrútspunga. Viðbjóður sem ég mun láta vera í framtíðinni. Við dönsuðum svo fram á rauða nótt og fluttum svo partýið uppí bústað.
Í
dag: þynnka dauðans og minning um geggjaða helgi :)
Á Laugardeginum var ekki nógu gott færi fyrir Langjökul þannig að við keyrðum eitthvað út í buskann og fórum svo í surtshelli, gengum hann allan í gegn í myrkrinu með mjög fá vasaljós, ferlega fyndin reynsla. Eins og að vera blindur í fjallgöngu. Þegar við komum upp aftur var komin svaðaleg hríð og við fundum ekki bílana strax, chilluðum bara í vonda veðrinu meðan gæjarnir hlupu að leita að þeim. Leið og við vorum komin að bílunum birti til og við gátum farið á snjóbrettin! Vorum dregnar í reipi aftan úr jeppanum, brjálæðislega gaman.
Við fórum svo heim í bústað að gera okkur fín fyrir Þorrablótið en það var eighties þema og við fengum verðlaun fyrir besta búninginn :) Ég var dregin uppá svið í einhverja söngkeppni með fólkinu (vandræðalegastu og lengstu augnablik ævi minnar) og við vorum látnar dansa magadans með einhverri magadansskvísu, frekar klunnalegt hjá okkur og hugrakka unglingnum. Ég smakkaði í fyrsta skipti súrmat. Tók risa bita af lifrapylsu og einhverra hluta vegna þá grunaði mig ekki að hún yrði svona súr, hún var ógeðsleg, hreinn viðbjóður, ég átti mjög svo erfitt með að kyngja þessu og sat bara og kúgaðist, eins ó-kúl og það er. Við Marín ákváðum svo að smakka meiri súrmat, forvitnin rak okkur áfram í þá vitleysu. Fengum okkur hákarl og hrútspunga. Viðbjóður sem ég mun láta vera í framtíðinni. Við dönsuðum svo fram á rauða nótt og fluttum svo partýið uppí bústað.
Í
dag: þynnka dauðans og minning um geggjaða helgi :)