fimmtudagur
Felt í Skipanesi
mánudagur
Þá er ég farin þaðan...
Já elskurnar, brjálað að gera hjá mér! Er a flytja af hinni skemmtilegu Skúlagötu hálfa leiðina til Keflavíkur, til Pedda frænda. ÉG mun að öllum líkindum sakna staðsetningarinnar heilmikið en ég mun ekki sakna eins mikið nýju íbúanna en þær eru litlar ljótar og silfurlitaðar.
Ég hata að flytja, pakka niður, pakka upp, 55 ferðir á Sorpu í góða hirðinn og Rauða krossinn og samt á maður fullt af dóti. Hvaðan kemur allt þetta drasl? Óþolandi. Og hvaða bjáni fann upp geymsluna??? Maður á ekkert að eiga geymslu! Til hvers, geyma drasl sem maður notar ekki? Allt í lagi að hafa einn skáp m jólaskrauti og snjóþotu en af hverju þurfum við að fylla marga marga fermetra af dóti sem maður notar ekki? Geymslur eru skrítin fyrirbæri. Byrjuðu sennilega sem lítið búr til að geyma mat en svo er ekki lengur.
Við þurfum að skila íbúðinni af okkur 1. Okt en ég er að fara í Storkubergsferðalag næstu helgi svo ég ætla að flytja bara á morgunn, reyna að flytja á morgunn þ.e. Hlakka til að vera búin að þessum hrylling...gubb..