föstudagur

Jóla jóla jólapróf

Sit sveitt við að læra jarðfræði, jarðfræði og aftur jarðfræði. Enn netlaus. Skellti mér vestur í gærmorgunn til að læra í rólegheitum hjá mömmu. Mætti kl. 08:00 upp á umferðarmiðstöð og spurði hvort rútan færi ekki kl. 8:30 og konan sagði bara: ,,Nei hún fer kl. 17:30´´. Ég settist þá uppí bílinn minn og ók bara, frekar hægt vegna frosts, snjós og dimmu. En hér er ég komin og vonast nú bara til að komast aftur heim í prófin.

Lær, lær, lær.