fimmtudagur

Kalt imbadrasl

Jæja pæja.

Ég er ekki enn komin með netið..ohh..
Sit núna í hléi í skólanum uppá kosningamiðstöð hjá Stellu. Er að fara í safnheimsókn á náttúrugripasafnið á eftir, fín tilbreyting frá því að brjóta heilan um einhverja kristalla.
Undanfarið er ég búin að vera obboslega þreytt, pirruð og leið. Held að það sé vegna kuldans og síþreytu minnar. Mér er alltaf kalt og ég skil ekki hvernig ég get lifað á þessu kalda landi, það er alveg að fara með mig. Þarf að komast til útlanda. Mig langar í heimsókn til systu, er farin að sakna hennar og Maríu minnar og svo er ég alltaf þreytt. ég reyni að borða vel, taka þörunga og vítamín en ekkert gengur, ég er bara endalaust þreytt. Ég gekk meira að segja svo langt að vakna á hverjum morgni til að elda mér hafragraut og borðaði ég Spelt hrökkbrauð með osti með. Er farin að borða/drekka fleiri ávexti og minnka súkkulaðiát mitt, en allt kemur fyrir ekki. verð bara þreyttari og þreyttari.

Ég er í tveimur mjög áhguaverðum og skemmtilegum áföngum í skólanum, jar 1a og jar 1b og svo er ég í aðferðum 1. Það sökkar. Hef aldrei upplifað jafn leiðilegan ,,kúrs''. Ég hef staðið mig að því í hverjum tíma að dotta/sofna og er það frekar vandræðalegt en ég kenni bæði síþreytunni og námsefninu um. Vona að þörungarnir sem ég keypti í fyrradag fari að virka, þá get ég kannski haldið mér vakandi smá stund.

Eb til að vera ekki bara neikvæð og leiðileg þá ætla ég að segja ykkur að ég er alveg ólýsanlega ánægð með nýju íbúðina. Hún er frábær í alla staði. Er meira að segja farin að fíla græna málningaflögugólfið á baðherberginu og dududududud hljóðið í vinnuvélunum í nágrenninu. Ég er ekki einu sinni hrædd við innbyggða skápinn minn, hann er gamall og flottur en ég hélt alltaf að ég yrði hrædd um að skrímsli kæmu út úr honum, hann hefur akkúrat þetta skrímslayfirbragð á sér.

Og Já. við erum ekki með sjónvarp, þvílík sæla með það. Sjónvarpsefni í dag er óhollt drasl. Fór til ömmu að horfa á sjónvarpið um daginn og ég var bara alveg lens... Vó, það er bara drasl á drasl ofan í þessum imbakassa. Ég mæli allavegana með sjónvarpsleysi. Þú hefur allt í einu miklu meiri tíma á höndum þér og þú sleppur við heilaþvott bandaríkjamanna og annað gubbandi leiðilegt sjónvarpsefni.

Sjáumst.