föstudagur

May.

Ég var að horfa á ógeðslega mynd í nótt. Myndin var um einhverja geðveika stelpu sem vann á dýraspítala og átti virkilega ógeðslega dúkku í glerkassa sem var besta vinkona hennar. Hún fékk líka áhuga fyrir ákveðnum líkamshlutum á fólki. Hún varð t.d. ástfangin af strák því henni fannst hendurnar á honum svo fallegar. Svo var hún að vinna með lesbíu sem var víst með einkar fallegan háls og kærasta hennar var með fallegar lappir. Þegar svo fullt af blindum krökkum brutu glerkassa ógeðslegu dúkkunnar og brutu dúkkuna í hluta þá ákvað geðveika stelpan að búa sér til nýjan besta vin. Sem sagt úr líkamspörtum fólksins sem hún þekkti! Og það gerði hún. Hún drap alla og bútaði niður og saumaði saman! Og ekki nóg með það þá vantaði nýja vini hennar augu svo hann/hún gæti séð hana og tók hún þá bara annað augað úr sér !
Þetta er sjúk mynd. Ég sé eftir að hafa horft á hana. En þannig er það nú með myndirnar á stöð2 bíó að það stendur ekkert um myndirnar. Og maður verður bara að horfa á þær til að komast að því um hvað þær eru! Og svo eru líka alltof mikið af hryllings og drama myndum á næturnar á þessari stöð! Eiginlega ekkert annað. Það er fúlt því það getur verið óhugnalegt að sitja ein á næturvöktum og horfa á svona ógeðslegar myndir.
Ég vona að þeir fari að sýna léttari myndir bráðlega.

mánudagur

blogg

Ég skrifaði fullt áðan... það datt svo út, það er mjög pirrandi. Reyni aftur seinna.

þriðjudagur

Ég sit hérna við eldhúsborðið og er að gæða mér á nýbökuðum snúðum og bollum. mmmmmm....

Ég fékk símtal áðan. Það var kona sem sagði mér að þau vildu endilega hitta mig á mánudagskvöld vegna ástarfleygsins?!?! Ég hváði bara og sagðist aldrei hafa sent inn umsókn og hafi engann áhuga á að taka þátt í þessum þætti. Hún varð mjög svekkt. Sagði að þeim væri farið að hlakka til að hitta mig á fim og spurði hvort ég vildi örrugglega ekki taka þátt.
Ég sagði nei og aftur nei. Mig grunar nú hver hafi sent inn umsóknina en endilega ef einhver er með vísbendingu um hver gerði það, vinsamlega nýtið ykkur kommentakerfið mitt en það er mjög lítið/ekkert notað.

Ég var líka skráði í Djúpulaugina í vor. Þar mun Þórdís nokkur Nadia hafa verið á ferð.

En út í aðra sálma.
Í gær fór ég í Góða Hirðinn að leita mér að sófaborði.
Þar sá ég konu sem keypti dúkku. Mér fannst það ógeðslegt, Stellu fannst það líka. Í fyrsta lagi þá voru dúkkurnar í gamla daga ógeðslegar. Þær voru með geðveikisleg augu sem blikkuðu og ógeðslegt krullað hár úr skrítnu og ógeðslegu efni. Og í öðru lagi tel ég ekki sniðugt að gefa barni ógeðslega ,gamla, fatalausa, notaða dúkku sem getur verið full af bakteríum og öðrum ógeðslegum örverum.
En ég fann því miður ekki það sem ég leitaði að í góða hirðinum en þar voru fullt af flottum sófum. Ég hvet alla til að gefa gamla hluti í góða hirðinn því það er greinilegt að það sem okkur finnst ljótt og gamalt og ógeðslegt(eins og dúkkan) finnst öðrum frábært dótarí á gjafaverði.

föstudagur

Frík

Ég er komin vestur í rólegheitin, hreint alveg yndislegt. Missi þó af innflutningspartýi hjá Þórdísi. (Sorry Nadia mín). Á leiðinni vestur kom ég við í Bónus í Borgarnesi enda er alltaf gott að kaupa sér eitthvað gotterí á svona ferðalögum. Það sem vakti undrun mína var hversu mikið af stórfurðulegu liði var þarna inní Bónus. Allar tegundir fólki og öll þjóðerni og svona obbóslega skrítið fólk. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Þetta var samt allt fólk sem hefur tekið þá ákvörðun, meðvitað eða ómeðvitað um að vera skrítið. Ó og þvílík læti voru í unglingstúlkufurðuverunum, grettandi sig og baðandi höndum í allar áttir æpandi! Mér leið ekki vel þann stutta tíma sem ég eyddi þarna inni, svona óútskýranlega furðulegar og óþægilegar aðstæður er ekki eitthvað sem ég var að ,,höndla'' svona allavegana ekki í dag.

Ég hef ekki enn athugað hvort það sé fullt tungl í dag. Það gæti vissulega útskýrt margt.
Vona bara að mig dreymi ekki þetta lið í nótt....!

fimmtudagur

Spánarferð í október.

Jæja hvað ætli ég hafi verið að gera rétt í þessu?
Jú ég var að panta mér ferð til Spánar. Ég fer í Klakafrí í 6 daga. Flýg héðan frá ískalda Íslandi eftir næturvakt þann 3.október!

Það versta er samt að ég er sjúklega flughrædd og á því svolítið mikið erfitt með að fljúga eftir öll þessi flugslys undanfarið. Svo bætir það ekki úr skák að það eru þrumur og eldingar á hverri nóttu í Barcelona núna og ég lendi um Miðnætti. Vona bara að þessar eldingar fari að taka sér hlé.

En nú er ég bara á næturvöktum. Sem þýðir náttúrulega meiri peningur,en ég þarfnast hans þó nokkuð. Vaktirnar eru líka mjög hentugar þar sem ég vinn í viku og er svo í fríi í viku og svo er ég líka núna í 100% starfi í stað 87%.

Eninga meninga ég fæ bráðum meiri peninga.