Ég er orðin allveg nokkuð vel pirruð á peningaplokkuninni sem á sér stað í heiminum í dag. Um daginn ákvað ég að drífa mig í akstursmat til að endurnýja ökuskírteinið mitt og viti menn, ég þurfti að borga 5000 kr. fyrir það eitt að rúnta um bæinn með ökukennaranum mínum. Allt í lagi. Svo þurfti ég að láta taka mynd af mér en ég og sús sambýlingur fórum í passamyndaklefa og létum taka glæsilegar myndir af okkur og kostaði það 500 kr. Þegar ég´fór svo að skila inn myndinni og akstursmatsblaðinu hjá sýslumanninum í Kópavogi var ég send yfir til gjaldkera þar sem ég átti að borga 3900 kr! Ég er fátæk, mjög fátæk. Hvar er Hrói Höttur þegar maður þarfnast hans?
Ég ætla að titla mig myndlistakonu. Þegar ég kynni mig þá segi ég að ég sé annas myndlistakona. Ég er nefnilega alltaf að mála. Það þýðir samt ekki að ég hafi einhverja hæfileika ónei. Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug fyrir það. Ég málaði þó flotta mynd áðan. Ég ætla að gefa Svanhvíti vinkonu minni hana í afmælisgjöf. En hugmyndin af sjálfri myndinni er stolin. Ég stal henni af 5 ára stúlku sem er á leikskólanum hennar súsönnu. Ég hermdi eigilega allveg eftir henni. Hún er glæslileg... en samt svolítið skuggaleg.
En ég er líka orðin rugluð. Ég hugsa ekki áður en ég framkvæmi. Um daginn var ég að drífa mig svo mikið út á svalir að blása sápukúlur að ég hoppaði upp í ljósið í stofunni minni og fékk kúlu, hefði viljað gráta en gat það ekki. Það komu þó furðuleg hljóð út úr mér. Ég fékk svo stól að gjöf um daginn og ríf hann´úr pakkanum og byrja að klippa á einhver bönd. Eftir að ég var búin að klippa all mörg bönd og furða mig á tilgangsleysi þeirra þá fattaði ég að þessi bönd héldu manni uppi er maður sest í stólinn. Og að lokum þá var ég að þvo á mér hárið í gær og fannst sjampóið eitthvað skrítið. Leit svo til hliðar og uppgötvaði að ég hafi sett Gillette raksápu í hárið á mér.
Ef ég vissi í hvaða heimi ég væri í.
miðvikudagur
sunnudagur
Vefritun
Jæja já. Ég hef þá orðið að ósk vinkonu minnar og sambýliskonu. Það er að segja að byrja að rita niður hugsanir mínar og gjörðir á Alheimsvefinn mikla. En hún hefur suðað í mér nokkurn tíma að byrja á þessu og svo varð það bara úr að hún neyddi mig bara til þess að gera þetta, enda er þetta frekar pínleg færsla.
En nú ætla ég að segja frá athöfnum mínum um helgina bara svona til að segja frá einhverju.
Á föstudagskvöldið fór ég með nokkrum góðum vinum niður í bæ þ.e.a.s. þeim Sús, Fanney og Bigga. Þar fengum við okkur í glös ( Þó nokkur) og já...skemmtum okkur mjög vel. Vorum einnig með eplasnafs flösku sem einhver ældi svo á. Hittum eitthvað fellapakk, einnig hitti ég nokkra gamla kunningja og fólk sem baðaði sig í tjörninni. Ég skil samt ekki hvað fær fólk til að baða sig í tjörninni. Hvað er ekki í henni??? Þetta er bara vatn fullt af andahlandi og hægðum og örrugglega líka slíkt úr manneskjum. Kvöldið endaði svo á þriggja manna Shrek partý með hamborgurum af hamborgaravagninum.
Á Laugardaginn var ég svo ekki þunn. En það hefur aldrei gerst áður. Ég býst við því að það sé Spirulína frá Life Stream að þakka. En ég er byrjuð að taka þessa blágrænu þörunga eins og hálf þjóðin enda er þetta svakalega sniðugt! Í hressleika okkar fórum ég og súsanna á flakk á hlaupahjólunum/hlaupabrettunum okkar niðrí bæ. Fórum í Kolaportið og keyptum hunangsreyktan lax og gerðumst heimsforeldrar UNISEF en ég mæli eindregið með því. Deginum lauk svo með ferð í Húsdýragarðinn en þar var frítt inn. Sáum við fullt af gervi fuglum hangangi í trjám og feit svín sem ætluðu að kremja mús sem kíkti í heimsókn til þeirra. Á leiðinni út mættum við svo innskeifum kunningja og eyðilögðum næstum bílinn minn.
Ég nenni ekki að segja frá restinni enda er hún ekki nærri því eins merkileg og þessir stórmerkilegu atburðir sem ég hef ritað hér að ofan.
Ég vona þó að það verði ögn meira varið í framtíðarfærslur mínar en það getur tíminn einn leitt í ljós.
En nú ætla ég að segja frá athöfnum mínum um helgina bara svona til að segja frá einhverju.
Á föstudagskvöldið fór ég með nokkrum góðum vinum niður í bæ þ.e.a.s. þeim Sús, Fanney og Bigga. Þar fengum við okkur í glös ( Þó nokkur) og já...skemmtum okkur mjög vel. Vorum einnig með eplasnafs flösku sem einhver ældi svo á. Hittum eitthvað fellapakk, einnig hitti ég nokkra gamla kunningja og fólk sem baðaði sig í tjörninni. Ég skil samt ekki hvað fær fólk til að baða sig í tjörninni. Hvað er ekki í henni??? Þetta er bara vatn fullt af andahlandi og hægðum og örrugglega líka slíkt úr manneskjum. Kvöldið endaði svo á þriggja manna Shrek partý með hamborgurum af hamborgaravagninum.
Á Laugardaginn var ég svo ekki þunn. En það hefur aldrei gerst áður. Ég býst við því að það sé Spirulína frá Life Stream að þakka. En ég er byrjuð að taka þessa blágrænu þörunga eins og hálf þjóðin enda er þetta svakalega sniðugt! Í hressleika okkar fórum ég og súsanna á flakk á hlaupahjólunum/hlaupabrettunum okkar niðrí bæ. Fórum í Kolaportið og keyptum hunangsreyktan lax og gerðumst heimsforeldrar UNISEF en ég mæli eindregið með því. Deginum lauk svo með ferð í Húsdýragarðinn en þar var frítt inn. Sáum við fullt af gervi fuglum hangangi í trjám og feit svín sem ætluðu að kremja mús sem kíkti í heimsókn til þeirra. Á leiðinni út mættum við svo innskeifum kunningja og eyðilögðum næstum bílinn minn.
Ég nenni ekki að segja frá restinni enda er hún ekki nærri því eins merkileg og þessir stórmerkilegu atburðir sem ég hef ritað hér að ofan.
Ég vona þó að það verði ögn meira varið í framtíðarfærslur mínar en það getur tíminn einn leitt í ljós.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)